HA leiðir samstarfsnet háskóla smáríkja

Sjötti ársfundur NUSCT og ráðstefna um smáríki haldinn af Háskólanum í Færeyjum
HA leiðir samstarfsnet háskóla smáríkja

Sjöundi árlegi rektorsfundur NUSCT (Network of Universities of Small Countries and Territories) var haldinn af Háskólann í Færeyjum 4. júní síðastliðinn. Rektorar og fulltrúar frá 9 af 12 meðlimum samstarfsnetsins komu saman til fundar en hann fór fram í kjölfar fyrstu ráðstefnu netsins undir yfirskriftinni „Hlutverk háskóla í smáum samfélögum“ og haldin var 2.-3. júní.

Heiðursgestur ráðstefnunnar – Guðni Th. Jóhannesson

Sérstakur heiðursgestur ráðstefnunnar var Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands og prófessor í sagnfræði, sem flutti erindi undir yfirskriftinni “Universities in Small Scale Societies: The Last Bastions of Nationalism in Academic Circles?”. Í erindinu fjallaði hann um hlutverk háskóla í smáum samfélögum út frá sögulegu og samfélagslegu sjónarhorni. Erindi hans vakti mikla athygli og lagði áherslu á mikilvægi menntunar, fræðilegs frelsis og samfélagslegrar ábyrgðar í smáríkjum.

Rektorar allra háskóla í samstarfinu

Fundurinn var settur af Martin Zachariasen, rektor Háskólans í Færeyjum, sem bauð þátttakendur velkomna og deildi innsýn í þróun háskólans. Þar kom meðal annars fram áætlun um nýtt háskólasvæði og viðleitni til að fjölga námsleiðum. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri og núverandi forseti NUSCT, ávarpaði einnig fundinn og lagði áherslu á mikilvægi samvinnu smárra háskóla.

Helstu umfjöllunarefni og ákvarðanir fundarins voru meðal annars:

  • Framtíð NUSCT og áskoranir smárra háskóla: Rætt var um sameiginlegar áskoranir, svo sem takmörkuðum rannsóknarfjármögnun, ráðningum kennara og samþættingu nýsköpunar og gervigreindar í menntun. Lagðar voru fram tillögur um aukið samstarf, svo sem með annarri sameiginlegri ráðstefnu, auk samstarfs um handleiðslu fyrir doktorsnema og vinnustofur.
  • Þróun og stefna um gervigreind: Drög að stefnu um notkun gervigreindar í háskólastarfi, undir forystu Háskólans í Liechtenstein, voru kynnt. Meðlimir lögðu áherslu á vernd persónuupplýsinga, fræðilegan heiðarleika og mikilvægi stuðnings við kennara í umbreytingarferli.
  • Fræðilegt sjálfstæði: Magna Charta Universitatum var rætt og nokkrir meðlimir staðfestu skuldbindingu sína um akademískt frelsi og stofnanalegt sjálfstæði. Stuðningur var boðinn meðlimum sem höfðu áhuga á að undirrita sáttmálann.
  • EU Alliances: Reynsla af slíkum samstarfsnetum var rædd. Meðlimir lögðu áherslu á þörfina fyrir stefnumótandi samræmingu og sjálfbæra fjármögnun.
  • USMARADIO frumkvæði: Háskólinn í San Marínó kynnti USMARADIO, netútvarpsvettvang fyrir menningarleg skipti og fræðslu sem gæti dregið saman meðlimi NUSCT.

Fundinum lauk með ákvörðun um að næsti ársfundur, sá áttundi, verði haldinn í Svartfjallalandi dagana 7.–8. maí 2026.

Áhugasöm geta nálgast vefsíðu NUSCT hér.