Háskólahátíð 2025 – bein útsending

Stærsti útskriftarárgangur háskólans frá upphafi – Fylgist með beinni útsendingu
Háskólahátíð 2025 – bein útsending

Háskólahátíð verður sett í dag, föstudag, þegar brautskráðir verða kandídatar í framhaldsnámi við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Á morgun, laugardag, verða brautskráðir kandídatar úr grunnnámi í tveimur athöfnum og kandídatar úr diplómanámi í einni athöfn.

Bein útsending

Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá athöfnunum á Facebook-síðu háskólans. Áhugasöm geta nálgast útsendingu með því að smella á hlekkinn fyrir hverja athöfn hér að neðan:

Föstudagur 13. júní:

Laugardagur 14. júní

Bogi heiðursgestur og fyrsta Háskólahátíð nýs rektors

Að þessu sinni brautskrást alls 591 kandídat sem er stærsti útskriftarárgangur háskólans frá upphafi. Fjölgun á milli ára er rúmlega sjö prósent og endurspeglar þá miklu eftirspurn eftir námi við Háskólann á Akureyri.

Heiðursgestur Háskólahátíðar í ár er Bogi Ágústsson og mun hann ávarpa kandídata í öllum þremur athöfnum laugardags.

Háskólahátíð er alltaf tímamót í lífi kandídata, aðstandenda þeirra og starfsfólks háskólans. Þá mun Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor HA, brautskrá kandídata á Háskólahátíð í fyrsta skipti en fyrsta árgang kandídata brautskráði hún á Vetrarbrautskráningu í febrúar. „Brautskráningu fylgir alltaf tilhlökkun og gleði þegar kandídatar og aðstandendur þeirra fagna mikilvægum áfanga. Við hjá HA erum stolt af því flotta fólki sem nú kveður okkur, allavega í bili,“ segir Áslaug, spennt fyrir helginni.

Við hvetjum kandídata til að deila myndunum sínum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #háskólahátíð

Við óskum kandídötum og fjölskyldum þeirra hjartanlega til hamingju með áfangann!

Gestir á Háskólahátíð 2024Kandídatar stilla sér upp á Háskólahátíð 2024