Hilmar Þór í viðtölum vegna nýútgefinnar bókar

Mikill áhugi á stöðu Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegrád landanna á tímum óvissu og miskunnarlausrar samkeppni stórveldanna
Hilmar Þór í viðtölum vegna nýútgefinnar bókar

Ný bók Hilmars Þórs Hilmarssonar, prófessors við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, hefur fengið mikla athygli og hefur Hilmar Þór verið í fjölmörgum viðtölum við fjölmiðla vegna bókarinnar. Hér má sjá tengla á viðtöl við Fréttavaktina, Sprengisand, Rauðaborðið og Útvarp Sögu.

The Nordic, Baltic and Visegrád Small Powers in Europe: A Dance with Giants for Survival and Prosperity.

Bókin fjallar um stöðu Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Visegrád landanna á tímum óvissu og miskunnarlausrar samkeppni stórveldanna. Fjallað er um stöðu smáríkja og bandalaga þeirra í Evrópu, stækkun ESB, vandamál evrusvæðisins, Brexit og áhrif COVID-19. Einnig er fjallað um stækkun NATO, harðnandi samkeppni Bandaríkjanna og Kína og um áhrif og yfirráð í heiminum og hvernig smáríki geta best hagað samskiptum sínum við stórveldi á tímum óvissu og spennu. Ítarleg umfjöllun er um Úkraínustríðið sem hefur haft áhrif á öll þessi lönd.

Hér má versla bókina