Siðferðilegar áskoranir gervigreindar í háskólaumhverfinu

KHA og SMHA hljóta Erasmus styrk
Starfsfólk KHA við Íslandsklukkuna. Þau hlutu styrkinn í samvinnu við starfsfólk SMHA
Starfsfólk KHA við Íslandsklukkuna. Þau hlutu styrkinn í samvinnu við starfsfólk SMHA

Starfsfólk Kennslu- og upplýsingamiðstöðvar Háskólans á Akureyri (KHA) og Símenntunar Háskólans á Akureyri (SMHA) hlaut á dögunum góðan Erasmus styrk í þarft verkefni. Verkefnið lýtur að því að efla innviði og viðbúnað háskóla til að takast á við siðferðileg áhrif nýtingar gervigreindar í rannsóknum og nýsköpun. Áhersla er lögð á að framkvæma verkefnið í góðu samstarfi háskóla og atvinnulífs. Enska heiti verkefnisins er „Building universities’ institutional capacity and readiness to address ethical implications of AI-driven technologies for R&I through academia-industry collaboration.“

„Vinnan sem við erum í krefst mikillar vinnu sem að sama skapi þarf fjármagn. Við vitum að tíminn er núna til að takast á við þau tækifæri og áskoranir sem gervigreindin býður upp og svona styrkur skiptir sköpum við að halda þessari vinnu áfram,“ segir Auðbjörg Björnsdóttir forstöðumaður KHA um verkefnið og styrkinn. Þá er Dr. Ari Kristinn Jóhannsson íslenskur samstarfsaðili í verkefninu, en hann er sérfræðingur í gervigreind og fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík.

Starfsfólk KHA hefur undanfarið ár, í samvinnu við aðrar deildir og einingar innan skólans, unnið markvisst að því að móta stefnu við notkun gervigreindar. Þá er búið að semja um að starfsfólki og stúdentum verði veittur aðgangur, þeim að kostnaðarlausu, að sérhæfðu gervigreindarrannsóknartæki sem heitir Scite. Þar að auki er verið að greina hvar notkun gervigreindar nýtist í starfsemi skólans heilt yfir og byggja upp gervigreindarumhverfi fyrir starfsfólk til að vinna í.

Við óskum starfsfólki KHA og SMHA til hamingju með styrkinn og óskum þeim góðs gengis í verkefninu framundan.