Kennsla, klofningur og kvæði

Ný bók eftir Giorgio Baruchello: Að hugsa og hlæja
Kennsla, klofningur og kvæði

Sjötta bindi safnrita prófessors Giorgio Baruchello í heimspeki fyrir kanadíska útgáfufyrirtækið Northwest Passage Books er nú komið út: Að hugsa og hlæja e. Thinking and Laughing. Bókin inniheldur ellefu endurbætt rit um kímni og tengd viðfangsefni. Bókinni er skipt í fjóra hluta;

  • Kennsla – fjögur stutt verk um húmor í og við háskólakennslu.
  • Klofningur – inniheldur fjórar ritgerðir; „sanna kímnigáfu“, hryðjuverkaárásina á Charlie Hebdo árið 2015, notkun á áhrifamiklum rannsóknum Carlo M. Cipolla á heimsku mannkynsins, og sjónræna mælskulist Monty Python’s Flying Circus.
  • Prédikun – tvær satírur, annars vegar um loftslagskreppuna og hins vegar nútímamenningarstríð.
  • Leikur – heimspekilegt orðasafn í anda Flavio Baroncelli; yfirgripsmikið dýratal vestræns fræðaheims; nýuppgötvað ljóðakvæði eftir sjálfan Dante; og brjálæðingslegt mat á Wittgenstein sem húmorista.

Hægt er að nálgast bókina hér.