Ný útgáfa: Routledge Handbook of Polar Law

Prófessor Rachael Lorna Johnstone, forseti Lagadeildar Háskólans á Akureyri gaf nýlega út bókina Routledge Handbook of Polar Law.
Ný útgáfa: Routledge Handbook of Polar Law

Bókinni var ásamt henni ritstýrt af Yoshifumi Tanaka og Vibe Ulfbeck, sem bæði starfa við Háskólann Kaupmannahafnar. Handbókin inniheldur fjörutíu kafla eftir fimmtíu og einn höfund frá öllum byggðum heimsálfum. Þar er fjallað um málefni þjóðaréttar, hafréttar, heimskautastofnana, frumbyggjaréttar, þjóðarsjónarmiða og einkaréttar á heimskautasvæðum.

Bókin er gefin út á sama tíma og nýir stúdentar eru teknir inn í meistaranám í heimskautarétti við Háskólann á Akureyri.

Bókin er aðgengileg innbundin eða sem rafbók á heimasíðu forlagsins, þar sem hægt er að hlaða niður án endurgjalds fyrsta kaflanum. Einnig er hægt að kaupa rafbókina í gegnum heimkaup.is. Routledge Handbook of Polar Law er einnig aðgengileg í gegnum háskólabókasafnið.