Starfsfólk Háskólans á Akureyri gerir víðreist

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri og Thanh Viet Nguyen, dósent við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri, hafa undanfarið farið á milli landa við að kynna rannsóknir sínar.
Starfsfólk Háskólans á Akureyri gerir víðreist

Thanh kynnti rannsókn sína á vist- og hagfræðilegum líkönum tengd fiskveiðum- „Ecological-Economic Modeling of Nutrient Enrichment in Multi-Species Fisheries “. Rannsóknina kynnti hann á árlegri Heimsráðstefnu í Hollandi um mótun nýtingar á náttúruauðlindum. Þema ráðstefnunnar var um áskorunina sem felst í minnkun á líffræðilegum fjölbreytileika og loftlagsbreytingar hvað varðar stýringu náttúruauðlinda - „Biodiversity loss and climate change as challenges for natural resource management.“

Rannsóknir á við þessa eru okkur mikilvægar enda nauðsynlegt að við á Íslandi séum leiðandi í að skilja þær breytingar sem eru að verða á umhverfinu þegar kemur að fiskistofnum.

Þá kynntu Hilmar og Thanh sínar rannsóknir á ársfundi hagfræðinga í Víetnam.
Thanh kynnti þar sína rannsókn sem fjallar um tækniframfarir, skilvirkni í tækni og breytingar í umhverfinu og nýja sýn inn í vaxandi framlegð í Víetnam og heitir „Technical Progress, Technical Efficiency, and Environmental Change: New Insights into Vietnam's Productivity Growth“.

Hilmar fjallaði þar um sína rannsókn varðandi það hvernig er að deila landamærum með Rússlandi; Úkraína og áskorunin sem felst í stækkun Evrópusambandsins og NATO og ber heitið „Sharing Borders with Russia: Ukraine and the Challenge of EU and NATO Expansion “. Hilmar kynnti þá rannsókn einnig á málstofu í Hanoi.

Rannsakendur Háskólans á Akureyri láta fátt sér óviðkomandi og rannsóknum í háskólanum hefur fjölgað talsvert undanfarin ár og stefna háskólans er að auka vægi rannsókna í háskólasamfélaginu á landsbyggðunum.