Stjórnlausir gleðigjafar

Giorgio Baruchello gefur út 11. bók sína
Stjórnlausir gleðigjafar

Bókin Stjórnlausir gleðigjafar teiknaðir upp, (Burloni animati in libera uscita) er skrifuð af þeim Gaetano Roberto Buccola og Dr. Giorgio Baruchello. Buccola er ítalskur júngískur sálfræðingur og Giorgio er prófessor við Félagsvísindadeild skólans. Bókin er skapandi safn af stuttum bókmenntaverkum, allt frá einnar línu spakmælum upp í lengri dæmi- og líkingasagna þar sem viðfangsefnin eru sótt bæði í heimspeki og félagsvísindi. Markmið hvers texta er að skemmta, virkja og hvetja lesendur til íhugunar – og ef mögulegt er – fá þá til að endurmeta þær óvanalegu og ómeðvituðu forsendur sem liggja að baki almennri þekkingu og ríkjandi viðhorfum.

Öllu er miðlað í gegnum hið fjölbreytilega form húmorsins sem er með réttu tengdur léttleika, kímni og skemmtun. Húmorinn í bókinni er þó einnig beittur og áhugaverður og orðin „ristað“, „ertandi“, „hæðni“ og „beiskja“ koma upp í huga.

Þrátt fyrir að þetta sé ellefta bókin sem Giorgio Baruchello gefur út á ferli sínum, er Burloni animati in libera uscita sú fyrsta sem hann skrifar á sínu eigin móðurmáli, ítölsku.

Hér má finna bókina.