Uppfærðar reglur um gjaldskrá HA

Breytingarnar hafa þegar tekið gildi
Uppfærðar reglur um gjaldskrá HA

Reglur um gjaldskrá Háskólans á Akureyri vegna þjónustu við stúdenta og innheimtu og ráðstöfun skrásetningargjalda nr. 1211/2022, hafa verið endurskoðaðar og felur sú endurskoðun í sér hækkun einstakra gjalda á meðan önnur standa í stað. Þá voru nokkrir gjaldaliðir felldir úr gildi.

Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi:

  • Á þjónustuborði nemendaskrár kostar staðfest vottorð 450 krónur.
  • Próftökugjald í seinni próftíð kostar 6.000 kr.

Þessar breytingar hafa þegar tekið gildi.