Nýsköpun við Háskólann á Akureyri

Leiðarvísir um nýsköpun

Háskólinn á Akureyri er virkur þátttakandi í nýsköpun og frumkvöðlastarfi á Norðurlandi – í nánu samstarfi við atvinnulíf, stofnanir og samfélagið í heild. Við tengjum saman rannsóknir, kennslu og samfélagslegar þarfir með því að styðja við þróun hugmynda – hvort sem þær leiða til sprotafyrirtækja, nýrra lausna eða nýrra aðferða eða þekkingar.

Frumkvöðlaþjónusta og ráðgjöf í háskólanum

Við bjóðum bæði stúdentum og starfsfólki upp á stuðning, leiðsögn og tengslanet til að:

  • Þróa nýsköpunarverkefni og sprotafyrirtæki
  • Sækja um styrki og fjármögnun
  • Fá leiðsögn um hugverkarétt, einkaleyfi og vernd hugmynda – í samstarfi við Auðnu Tæknitorg
  • Nýta tengingar við sérfræðinga og samstarfsaðila innan og utan háskólans
  • Vinna að áskorunum úr atvinnulífinu sem lokaverkefni

Vertu með í nýsköpunarsamfélaginu

  • Nýsköpunarkaffi - mánaðarlegur viðburður í háskólanum þar sem stúdentar, starfsfólk og aðilar úr atvinnulífinu hittast í opnu og afslöppuðu umhverfi til að ræða nýsköpun og nýjar hugmyndir
  • Facebook-hópurinn Nýsköpun💡Háskólinn á Akureyri - Fylgstu með öllu sem tengist nýsköpun við HA og í vistkerfinu, viðburðir, tækifæri og tengingar á einum stað

Öflugt nýsköpunarsamfélag

Samstarf við DriftEA 

HA er í nánu samstarfi við DriftEA, miðstöð nýsköpunar á Akureyri, staðsetta við Strandgötu 1. Markmið samstarfsins er að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu og brúa bilið milli háskóla, rannsókna og atvinnulífs.

Við tökum virkan þátt í viðburðum og verkefnum með DriftEA og má þar nefna:

  • Áttavitasamtöl – stutt ráðgjöf fyrir frumkvöðla
  • Heilabrot – nýsköpunarstofa og mótun hugmynda við raunverulegum áskorunum
  • Kaffi og kleina – innblástur og fróðleikur með atvinnulífinu
  • Styrkjasveitin – stuðningur við styrkumsóknir

Sjá nánar á vef DriftEA

Önnur samstarfsverkefni

HA tekur einnig þátt í fjölbreyttum árlegum viðburðum og samstarfsverkefnum í nýsköpunarvistkerfinu á Íslandi, þar á meðal:

  • Norðansprotinn – Nýsköpunarkeppni Norðurlands
  • Krubbur – Hugmyndahraðhlaup á Húsavík
  • Snjallræði – Háskólahraðall fyrir hugmyndir með mikil áhrif
  • Iceland Innovation Week – Hátíð nýsköpunar á landsvísu
  • Gulleggið – Stærsta frumkvöðlakeppni landsins

Skapa.is – Nýsköpunargátt Íslands

Skapa.is er miðlæg nýsköpunargátt sem býður upp á verkfæri, fræðsluefni og leiðarvísa um stuðningsumhverfi frumkvöðla á Íslandi. Hentar vel bæði fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin og þá sem vilja efla starf sitt enn frekar.