Sjávarútvegsskólinn

Sjávarútvegsskólinn

Sjávarútvegsskólinn er ætlaður 14 ára nemendum. Hann er starfræktur í júní og júlí á hverju ári og er hluti af vinnuskóla sveitafélaganna. Skólinn er í samtals 14 klukkustund yfir eina viku, þar af 7,5 klukkustundir af fyrirlestrum.

Skólinn er samvinnuverkefni Háskólans á Akureyri, sveitarfélaga og sjávarútvegsfyrirtækja á Norður- og Austurlandi. Skráningar í skólann fara fram hjá sveitarfélögum en nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra Sjávarútvegsmiðstöðvarinnar.

Sveitafélög sem hafa tekið þátt í Sjávarútvegsskólanum:

 • Akureyrarbær
 • Dalvíkurbyggð
 • Fjarðabyggð
 • Fljótsdalshérað
 • Norðurþing
 • Reykjavíkurborg
 • Seyðisfjarðarkaupstaður
 • Vopnafjarðarhreppur

Fyrirtæki sem hafa tekið þátt í Sjávarútvegsskólanum:

 • Eskja
 • Fóðurverksmiðjan Laxá
 • GPG
 • Gullberg
 • HB Grandi
 • Kælismiðjan Frost
 • Loðnuvinnslan
 • Samherji
 • Síldarvinnslan
 • Slippurinn
 • Skinney-Þinganes
 • Rafeyri
 • Raftákn

Vertu vinur Sjávarútvegsskólans á Facebook