Kynningarfundur - nýjar námsleiðir í framhaldsnámi í Hjúkrunarfræðideild

17. mars 2025 kl. 14:00-15:00
Háskólinn á Akureyri býður upp á tvær nýjar leiðir í framhaldsnámi næsta haust, 2025

Háskólinn á Akureyri býður upp á tvær nýjar leiðir í framhaldsnámi við Hjúkrunarfræðideild næsta haust, 2025:

  • Hjúkrun einstaklinga með hjartasjúkdóma
  • Hjúkrun einstaklinga með sykursýki

Slíkt sérhæft framhaldsnám fyrir hjúkrunarfræðinga hefur ekki verið áður á Íslandi og er því um nýja og spennandi viðbót að ræða. 

Mánudaginn 17. mars kl. 14:00 verður haldin kynning á námsleiðunum í stofu N202 og á Zoom. Margrét Hrönn Svavarsdóttir prófessor við Hjúkrunarfæðideild mun kynna námið og svara spurningum.

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ TENGJAST Á ZOOM

Öll velkomin!