11. nóvember 2025 kl. 11:00-12:00
Félagsvísindatorg
Öll velkomin á Félagsvísindatorg
Að þessu sinni mun Guðmundur Oddsson flytja erindið: Máttur félagsfræðinnar
Í erindi sínu mun Guðmundur Oddsson fjalla um bókina The Power of Sociology: Grasping Our Unequal World eftir hann, Jenny M. Stuber og James M. Thomas sem kemur út í janúar 2026 á vegum SAGE háskólaútgáfunnar. Um er að ræða inngangsbók í félagsfræði fyrir háskólanema sem leggur sérstaka áherslu á félagslegan ójöfnuð, alþjóðlegan samanburð og samfélagsvirkni. Höfuðmarkmið bókarinnar er að kynna lesendur fyrir félagsfræði með því að undirstrika megin viðfangsefni fræðigreinarinnar: Félagslegan ójöfnuð. Bókin hefur einnig alþjóðlegri skírskotun en aðrar inngangsbækur af þessu tagi. Enn fremur hvetur efni bókarinnar lesendur til sjá sig sem virka þátttakendur sem geta gert nærumhverfi sitt og heiminn að betri stað. Í erindinu verður stiklað á stóru um efni bókarinnar og staldrað við lýsandi dæmi.

Þess má til gamans geta að forsíðumynd bókarinnar er frá Íslandi.
Um höfunda bókarinnar
Dr. Guðmundur Oddsson
Dr. Guðmundur Oddsson er prófessor í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Hann varði doktorsritgerð sína í félagsfræði við Missouri háskóla í Columbia árið 2014 og var lektor við Félags- og mannfræðideild Norður Michigan háskóla frá 2014 til 2017. Hann hefur kennt grunn- og framhaldsnemum félagsfræði frá árinu 2010. Árið 2023 var Guðmundur tekinn inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og þá hefur hann verið gestafræðimaður við félagsfræðideildir Harvard háskóla og London School of Economics and Political Science. Guðmundur er formaður Félagsfræðingafélags Íslands. Rannsóknir hans hverfast um stéttaskiptingu, frávik og félagslegt taumhald og hefur hann gefið út margar fræðigreinar þessa efnis. Í byrjun janúar 2026 kemur út bókin The Power of Sociology: Grasping Our Unequal World eftir Guðmund, Jenny M. Stuber og James M. Thomas.
Dr. Jenny M. Stuber
Dr. Jenny M. Stuber is a professor of sociology at the University of North Florida in Jacksonville. She is an award-winning teacher with more than 20 years of experience in the classroom. Her classroom is a dynamic space where students discover the intellectual and professional power of sociology. She has led students on numerous study abroad trips and has been recognized as a committed mentor of student research. Her research focuses on the cultural dimensions of socioeconomic inequality, with a particular emphasis on how social class is understood, enacted, and transformed within settings like schools and communities. Stuber has published numerous books and articles focusing on various dimensions of inequality, identity, and difference, as well as several sociology textbooks.
Dr. James M. Thomas (JT)
Dr. James M. Thomas (JT) is a professor of sociology at the University of Mississippi, where he has regularly taught introduction to sociology since 2012. JT’s undergraduate courses often blend classroom instruction with hands-on practice in conducting sociological research so that students develop both an understanding of what sociology is as well as how to do it. JT is the author or coauthor of five books, and over 40 journal articles, book chapters, and invited essays on the causes and consequences of race and racism in America and abroad. From 2022 to 2025, JT served as coeditor of Sociology of Race and Ethnicity, the leading academic journal in the world for the social scientific study of race and ethnicity. His research has been funded by the American Sociological Association, the National Science Foundation, and the Russell Sage Foundation, and has been featured in popular media outlets like The New Yorker, The Washington Post, and Pacific Standard. His most recent book is The Souls of Jewish Folk: W.E.B. Du Bois, Antisemitism, and the Color Line (University of Georgia Press, 2023).
Öll velkomin!