Norrænt kynjajafnrétti og öðrun kvenna á flótta

5. febrúar 2025 kl. 11:50-12:50
Lögfræðitorg

Öll velkomin á Lögfræðitorg þar sem Valgerður Guðmundsdóttir lektor við Lagadeild mun kynna doktorsverkefni sitt.

Valgerður mun fjalla um doktorsverkefni sitt á sviði flóttamannaréttar, stjórnsýsluréttar og jafnréttislaga, sem hún varði nú rétt fyrir jól. Í ritgerðinni voru rannsakaðar ákvarðanir stjórnvalda í málum kvenna sem sóttu um hæli á árunum 2017-2020 og fóru í svokallaða efnismeðferð. Ákvarðanirnar voru greindar með tilliti til ýmissa sjónarmiða til að kortleggja hvort, eða hvernig, áhrif kyn umsækjanda hafi haft á úrlausn málsins. Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að í núgildandi jafnréttislögum sé komin skylda á stjórnvöld að innleiða kynjasamþættingarsjónarmið við töku stjórnvaldsákvarðana og skoðað er hvernig það gæti haft áhrif á málsmeðferð stjórnvalda í fyrrgreindum málum.

Öll velkomin!