Pollution influence on climate-active trace gases in the Arctic marine environment

14. október 2025 kl. 12:30-13:30
Opin málstofa í Auðlindadeild

Velkomin á opna málstofu í auðlindadeild!

Á þessari málstofu munu Christa Marandino og Dennis Booge, GEOMAR Helmholtz-Centre for Ocean Research Kiel flytja erindið: Pollution influence on climate-active trace gases in the Arctic marine environment

Um málstofuna

Á málstofunni munu Christa og Dennis segja okkur frá ESB verkefninu ICEBERG. Markmið verkefnisins er að skilja hvernig mengun í hafinu getur haft áhrif á líffræðilega ferla. Örverur í hafinu framleiða og brjóta niður svokölluð loftslagsvirk snefilgös, svo sem dímetýlsúlfíð (DMS) og ísópren. Þegar þessi efni losna út í andrúmsloftið hafa þau áhrif á loftslag og loftgæði, meðal annars með því að stuðla að myndun skýja yfir hafinu og taka þátt í efnahvörfum í lofthjúpnum.

Í verkefninu eru framkvæmdar tilraunir með sjó á norðurslóðum til að kanna áhrif mismunandi mengunarvalda, svo sem fráveituvatns frá bæjum og skipum, á örveruflóru og líffræðilega ferla. Mæld eru meðal annars magn „loftslagsvirkra“ snefilgasa, næringarefni, snefilefni, frumufjöldi, uppleyst lífrænt efni, litarefni og ýmis lífræn mengunarefni (t.d. PAH, PFA).

Fyrirlesararnir munu kynna rannsóknir sem þeir hafa unnið á Akureyri síðustu vikur og sýna niðurstöður úr fyrri tilraunum.

Öll velkomin! Samlokur og drykkir í boði deildarinnar