Sjónaukinn 2022: Áskoranir framtíðarinnar - velferðarþjónusta í nærumhverfi

Áskoranir framtíðarinnar: velferðarþjónusta í nærumhverfi.

Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin í háskólanum á Akureyri dagana 19.-20. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Áskoranir framtíðarinnar: Velferðarþjónusta í nærumhverfi. Áhersla ráðstefnunnar verður á notendur í nærumhverfi og sérstaklega á aldraða. Aðalfyrirlesararnir hafa breiða sýn á öldrun sem verður aðalumfjöllunarefni þeirra. Í ár munu fimm aðalfyrirlesarar taka þátt í Sjónaukanum og fjalla um velferðarþjónustu í nærumhverfi út frá sínum rannsóknaráherslum.

Sjónaukinn er styrktur af Akureyrarsjóði.

Dagskrá (PDF)

 
Fyrirlesarar og gestir geta tekið þátt hvort sem er á staðnum eða með rafrænum hætti.
 

Skráðu þig hér á Sjónaukann 2022

Aðalfyrirlesarar

Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar hafa víðtæka og yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu.

Dr. Frida Andréasson

Félagsfræðingur og nýdoktor, Department of Medical and Health Sciences, Linköping University, Svíðþjóð.

Frida Anréasson

Erindi: Doing informal care: Identity, couplehood, social health and information and communication technologies in older people's every day lives. 

Erindið fjallar um hvernig sinna megi óformlegri umönnun hvað varðar sjálfsmynd, parasambönd, félagslega heilsu og tækni í daglegu lífi eldri borgara.

It has been estimated that as much as 80 percent of all long-term care in Europe is provided by informal carers, and in the older segments of the population (65+) in Sweden, as many as one in four are actually carers. This means that a large number of individuals provide care in the form of for example practical help with activities, help with contacting authorities, personal care, and support to for example family members or friends even though the uttermost responsibility for this care formally lies on the state.

Though informal care is embedded within a relationship, the scholarly debate on informal care and it´s impact on daily life have often tended to focus on either the carer or the care recipient. Such perspectives tend to background the social dimension of informal care, and in this presentation, and in the context of informal care in Sweden, the question of couplehood and social health will be brought to the fore. Building on qualitative data and narratives gathered through ethnographic fieldwork, with carers and care recipients, I will illustrate and discuss how relationships are reformed and sometimes professionalized as spouses are engaging in informal care, and how this is handled in different ways. In the presentation I argue that informal care contributes to form new power relationships and gender dynamics between for example spouses. Further I will discuss how informal care practices impact on carers’ and care recipients’ social health. I will discuss how not only the care recipient’s social life are affected by physical limitations due to their illnesses, but also how there is a certain transferability of ill bodies also to carers. As carers and care recipients may experience loneliness and social isolation, the possibilities of using ICT as a means to socially connect with others, and to uphold hobbies will also be discussed.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir 

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir er iðjuþjálfi og með MA í öldrunarfræðum.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir

Erindi: Endurhæfing í heimahúsi og þjónusta iðjuþjálfa.

Endurhæfing í heimahúsi er tímabundin þjónusta sem byggir á fjölda endurtekninga við framkvæmd iðju þar sem áhersla er lögð á persónumiðaða þjónustu gegnum styrkleika, markmiðasetningu og valdeflingu til að stuðla að bættri heilsu, þátttöku, sjálfsbjargargetu og vellíðan. Hugmyndafræðin var upphaflega hönnuð út frá þörfum eldri borgara en hentar fullorðnum almennt vel ef þeir hafa tök á að tileinka sér ný bjargráð. Matstækið „Mæling á færni við iðju“ (COPM) er lagt fyrir í upphafi þjónustu þar sem notanda þjónustunnar fær tækifæri á að tilgreina og forgangsraða þeim iðjuvanda sem hefur neikvæð áhrif á heilsu hans, líðan og þátttöku í daglegri iðju. Þjónustan byggir á kanadíska iðjulíkaninu (CMOP-E) og ICF flokkunarkerfi alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Dr. Jón Snædal 

Jón Snædal, sérfræðingur í almennum lyflækningum og öldrunarlækningum frá 1985. Starfaði á öldrunarlækningadeild Landspítalans og var yfirlæknir heilabilunareiningar 1997-2019. Prófessor í öldrunarlækningum frá 2014. Hefur auk vinnu sinnar stundað rannsóknir á Alzheimer sjúkdómi og skyldum sjúkdómum í samvinnu við innlenda og erlenda aðila sl. 30 ár og gerir enn. Rannsóknirnar hafa verið á sviði greiningaraðferða, erfðafræði og lyfjameðferðar.

Jón Snædal

Erindi: Rannsóknir á sviði heilabilunar og þjónusta við sjúklinga og aðstandendur - litið til framtíðar.

Rannsóknir á sviði heilabilunar eru margháttaðar og verður aðeins fjallað um fáein svið, einkum ef líklegt er að þær muni hafa áhrif.
Faraldsfræðilegar rannsóknir. Þær hafa ekki verið margar hér á landi og engin á þessari öld. Rædd verður yfirgripsmikil norsk rannsókn1 sem ætti að gagnast við stefnumótun hér á landi. Tæplega 10 þúsund manns > 69 ára í Norður Þrændalögum undirgengust athugun á vitrænni getu. Heilabilun reyndust 14.6% hafa en einnig vakti athygli að einhver vitræn skerðing kom fram hjá 35.5% til viðbótar. Rannsóknarniðurstöður hafa svo verið yfirfærðar á allt landið. Mjög líklegt er að svipaðar niðurstöður kæmu fram á Íslandi.
Rannsóknir á greiningaraðferðum. Æ fleiri greiningaraðferðir hafa verið teknar í notkun og mun sú þróun halda áfram. Á þessari öld hafa minnismóttökur tekið í notkun rannsóknir með segulómun í stað tölvusneiðmynda, mænuvökva- rannsóknir2 og myndgreiningar með jáeindaskanna. Á næstunni verða teknar upp nýjar mælingar úr blóðprufum sem með tímanum gætu vonandi komið í stað mænuvökvatöku Á Landakoti hafa tvær nýjar rannsóknaraðferðir verið þróaðar í samvinnu við aðra, notkun sérstakrar úrvinnslu úr heilaritum og sérstökum myndatökum af augnbotnum. Einnig verður minnst á nýjar stafrænar aðferðir við greiningu.
Rannsóknir á meðferðarmöguleikum. Meðferð í heilabilun er gróflega skipt í tvennt, með lyfjum og svo aðrar aðferðir. Ísland er í vaxandi mæli þátttakandi í alþjóðlegum lyfjarannsóknum og verður minnst á þrjár þeirra. Einnig verða kynntar rannsóknir á öðrum aðferðum, tónlist3, annarri list og skynörvun.
Litið til framtíðar. Sjáanleg er mikil fjölgun aldraðra á næstu áratugum og þar sem heilabilun er almennt ólæknandi og mjög dýr málaflokkur verður mikil áskorun að mæta þörfum. Engar einfaldar lausnir eru en ef lítill hluti útgjalda til örldrunarmála er látinn renna í rannsóknir og þróunarvinnu fyrir bætta meðferð mætti fá miklu áorkað með tímanum. Ekki er verið að tala um stórt hlutfall en ein króna af hverjum þúsund (0.1%) myndi duga langt.

Heimildir:
1. Linda Gjöra, Grete Kjelvik, Björn Heine Strand, Marte Kvello-Alme og Geir Selbæk. Forekomst av demens i Norge. Aldring og helse 2020.
2. Kaj Blennowa, Bruno Dubois, Anne M. Fagan et al. Clinical utility of cerebrospinal fluid biomarkers in the diagnosis of early Alzheimer’s disease. Alzheimer´s & Dementia 2015; 11:58-69.
3. H.B. Svansdóttir and J. Snædal. Music therapy in moderate and severe dementia of Alzheimer’s type: a case–control study. International Psychogeriatrics 2006;18: 613-621.

Dr. Kristín Björnsdóttir

Kristín Björnsdóttir er prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum. Rannsóknir hennar hafa beinst að eldri borgurum sem búa heima og umönnunaraðilum þeirra. Hún sér um kennslu á sviði heimahjúkrunar og hefur jafnframt stundað rannsóknir á starfsaðferðum í heimahjúkrun. Í því sambandi hefur hún fjallað um sögu hjúkrunar, þekkingu í hjúkrun og siðfræði umönnunarstarfa.

Kristín Björnsdóttir

Erindi: Að vinna með notendum og aðstandendum í heilbrigðis- og félagsþjónustu.

Á liðnum árum hefur starfsfólk heilbrigðis- og félagsþjónustu þróað nýja starfshætti til samræmis við breytta aldurssamsetningu þjóða og stefnumótun alþjóðastofnana og stjórnvalda einstakra landa og sveitarfélaga. Í meginatriðum felur þessi stefna í sér að lögð er áhersla á að fólk búi sem lengst á eigin heimilum þrátt fyrir minnkaða færni og heilsufarserfiðleika, á sjálfsumönnun notenda og að aðstandendur sjái um heimilishald og veiti umönnun. Tæknilausnir hafa verið þróaðar og innleiddar til að auðvelda líf og draga úr þörf fyrir mannafla og leitast við að styrkja þjónustu með aukinni samvinnu og samþættingu þjónustuþátta. Talað er um aukna þátttöku þeirrar sem njóta aðstoðar og aðstandenda þeirra sem hafi jafnað stöðu þátttakenda og þar með dregið úr valdaójafnvægi. Þessi breyting hefur kallað á nýja hugsun í umönnun sem fjallað verður um í þessu erindi. Þó notendur og aðstandendur þeirra hafi almennt fagnað hinni nýju stefnu og þeirri áherslu sem lögð er á að efla sjálfræði notenda hafa rannsóknir sýnt að margir sjúklingar búa við álag sem tengist bæði einkennum sjúkdóma og meðferð og í mörgum löndum hefur álag á aðstandendur aukist verulega. Í erindinu verður leitast við að varpa ljósi á þessa stöðu og leiðir til að vinna með hana. Byggt verður á hugmyndum höfunda sem fjallað hafa um starfshætti í velferðarþjónustu og athygli verður beint að skipulagningu og framkvæmd umönnunar. Í meginatriðum felur þessi nálgun í sér að unnið er út frá sjónarhorni notenda við skipulagningu þjónustu. Í samvinnu er leitast við að finna góðar lausnir sem gera notendum kleift að lifa eins góðu lífi og mögulegt er. Í erindinu verður fjallað um eðli hjálplegrar þekkingar til að bæta líðan og um þau siðfræðilegu gildi sem móta umönnun. Notuð verða dæmi úr rannsóknum höfundar og annarra til að varpa ljósi á efni erindisins.

Dr. Anne Marie Mork Rokstad

Prófessor við Háskólann í Molde og nýdoktor við sjúkrahúsið í Vestfold í Noregi. Hún mun fjalla um þarfir fólks með heilabilun og hvernig best megi mæta þeim.

Anne Marie Mork Rokstad

Erindi: The needs of people with dementia and how to meet them - facilitating user-involvement and tailored services.

"In my presentation “The needs of people with dementia and how to meet them - facilitating user-involvement and tailored services” I will share findings from interviews with people living with dementia, their family caregivers and health professionals. The interviews focused on the needs of people from different perspectives and the health professionals were challenged to share their opinions upon how to facilitate user-involvement for people with dementia. Under the heading of tailored services, I will mainly focus on home-based care services and day care tailored for people with dementia."

 

Dagskrá

FIMMTUDAGUR 19. MAÍ

UPPHAFSFUNDUR fyrri ráðstefnudags - m101 og rafrænt

Setning og aðalfyrirlesarar

Fundarstjóri: Kristín Þórarinsdóttir, formaður Sjónaukanefndarinnar 2022

09:00 Setning Sjónaukans 2022

Sigríður Sía Jónsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs og dósent við Háskólann á Akureyri

09:10 Aðalfyrirlesari: Doing informal care: Identity, couplehood, social health and information and communication technologies in older people’s everyday lives / Að veita óformlega umönnun: Sjálfsmynd, makasamband, félagsleg heilsa og velferðartæki í daglegu lífi eldra fólks

Frida Andréasson, PhD., félagsfræðingur og nýdoktor, Linköping University, Svíþjóð

09:50 Aðalfyrirlesari: Reablement service at home through a strength-based, person centered approach and empowerment, service of an occupational therapist / Endurhæfing í heimahúsi og þjónusta iðjuþjálfa

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi, MA í öldrunarfræðum og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri

10:30 HLÉ

10:50 Aðalfyrirlesari: Working with users and their carers in health and social care / Að vinna með notendum og aðstandendum í heilbrigðis- og félagsþjónustu

Kristín Björnsdóttir, EdD. og prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

11:30 Pallborð

Þátttakendur eru fyrirlesarar Sjónaukans 2021 þau Frida Andréasson, Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir og Kristín Björnsdóttir
Pallborðsumræður fara fram á ensku
Stjórnandi pallborðs: Kristín Þórarinsdóttir

12:00 HLÉ

 

SJÓNAUKINN A - M101 og Rafrænt

Þema: Endurhæfing og lífsgæði

  • Fundarstjóri: Þorbjörg Jónsdóttir

13:00 Reynsla af krabbameinsendurhæfingu einstaklinga á Norðurlandi: líkamleg og sálfélagsleg líðan, bjargráð, lífsgæði og ánægja með umönnun

Eygló Brynja Björnsdóttir, Elísabet Hjörleifsdóttir, Þórhalla Sigurðardóttir, Giorgio Baruchello og Finnbogi Rútur Þormóðsson

13:20 Reynsla stórs og fjölbreytts hóps notenda af endurhæfingarþjónustu 

Sólrún Óladóttir, Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þ. Egilson

13:40 Heilsutengd lífsgæði, lífshættir og verkir – fyrstu tölur

Þorbjörg Jónsdóttir, Hafdís Skúladóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir, Eva Halapi og Guðmundur Kristján Óskarsson

14:00 Styrkur verkja meðal íslenskra kvenna á barnseignaraldri: reynsla af verkjum undanfarna viku

Sigfríður Inga Karlsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Hafdís Skúladóttir, Eva Halapi og Guðmundur Kristján Óskarsson

14:20 HLÉ

Þema: ÞJÓNUSTA VIÐ FÓLK MEÐ HEILABILUN

  • Fundarstjóri: Arnrún Halla Arnórsdóttir

14:30 Samhygðarfærni – innsýn inní kenningasmíði doktorsrannsóknar 

 Arnrún Halla Arnórsdóttir

14:50 Nám í ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun

 Kristín Þórarinsdóttir

15:10 Að búa heima með heilabilun: Biðin eftir boði um sérhæfða dagþjálfun 

 Margrét Guðnadóttir og Kristín Björnsdóttir

15:30 Þarfir óformlegra umönnunaraðila aldraðra einstaklinga með heilabilun 

Stefanía Traustadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Olga Ásrún Stefánsdóttir

15:50 hlé

þema: siðferðisleg málefni í velferðarþjónustu

  • Fundarstjóri: Sigríður Halldórsdóttir

16:00 Siðferðilegur vandi og önnur álitamál í samskiptum lækna við sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT)

 Jónína Sigurgeirsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Ragnheiður Harpa Arnardóttir og Gunnar Guðmundsson og Eyþór Hreinn Björnsson.

16:20 Er mögulegt að eflast og vaxa í kjölfar ofbeldis í nánu sambandi?

Hulda Sædís Bryngeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir

16:40 Dagskrárlok fyrri ráðstefnudags

 

SJÓNAUKINN B - M102 og rafrænt

Þema: líðan í námi og starfi

  • Fundarstjóri: Sigríður Sía Jónsdóttir

13:00 Félagsleg þátttaka einhverfra barna og unglinga í skólum: Hlustum eftir röddum þeirra og reynslu 

Linda Björk Ólafsdóttir og Snæfríður Þóra Egilson

13:20 Hreyfiveikinæmi íslenskra sjómanna

Nanna Ýr Arnardóttir, Sigríður Sía Jónsdóttir og Hannes Petersen

13:40 Áhrif Covid-19 faraldursins á líðan og nám hjúkrunar- og ljósmóðurnemenda við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands 

Margrét Hrönn Svavarsdóttir og Gísli Kort Kristófersson

14:00 Reynsla afreksíþróttafólks af erfiðri upplifun í æsku og áhrif þess á líðan og íþróttaferil 

Stella Hjaltadóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Richard Eiríkur Taehtinen

14:20 HLÉ

Þema: áföll og álag í hlutverkum

  • Fundarstjóri: Þorbjörg Jónsdóttir

14:30 Lengi býr að fyrstu gerð: Tengsl langvinnra verkja á fullorðinsárum og sálrænna áfalla í æsku 

Vigdís Hlíf Pálsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir og Guðmundur Kristján Óskarsson

14:50 „Ef ég sat ekki og stóð eins og hún vildi, þá var bara fjandinn laus!“ Reynsla karla af ofbeldi í nánum samböndum við konur 

Hildur Petra Friðriksdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Ásta Snorradóttir

15:10 „Þú getur ekki gengið í gegnum þetta án þess að stjórtjónast sjálfur“ Reynsla foreldra af að eiga ungmenni með fíknivanda

Inga Margrét Benediktsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Sigrún Kristín Jónasdóttir

15:30 Upplifun maka langveikra: „Við erum í þessu saman en ég sé samt um að halda öllu saman“

Guðbjörg Guðmundsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Sonja Stelly Gústafsdóttir

15:50 hlé

þema: velferðarþjónusta á landsbyggðinni

  • Fundarstjóri: Árún K. Sigurðardóttir

16:00 Hvaða sýn hefur heilbrigðisstarfsfólk á styrkleika og veikleika í samstarfi stofnanna við að veita heilbrigðisþjónustu fyrir eldri borgara sem búa í heimahúsum á Akureyri?

Guðmundur Magnússon, Árún K. Sigurðardóttir og Kristín Þórarinsdóttir

16:20 Biðtími eftir aðgerð út frá búsetu

Helgi Þór Leifsson, Sigríður Halldórsdóttir og Jón Örn Friðriksson

16:40 dagskrárlok fyrri ráðstefnudags

 

FÖSTUDAGUR 20. MAÍ

UPPHAFSFUNDUR seinni ráðstefnudags - m101 og rafrænt

ÁVARP FORMANNS og aðalfyrirlesarar

Fundarstjóri: Kristín Þórarinsdóttir, formaður Sjónaukanefndarinnar 2022

09:00 Upphafsfundur seinni ráðstefnudags

Kristín Þórarinsdóttir, lektor og formaður Sjónaukanefndarinnar

09:10 Aðalfyrirlesari: The needs of people with dementia and how to meet them – facilitating user-involvement and tailored services / Þarfir fólks með heilabilun og hvernig þeim er mætt - að stuðla að þátttöku notanda og einstaklingsmiðun þjónustu

Anne Marie Mork Rokstad PhD., prófessor við Háskólann í Molde og nýdoktor við Sjúkrahúsið í Vestfold, Noregi

09:50 Aðalfyrirlesari: Research in the field of demetia and how to organize service to patients and their relatives, a glimpse into the future / Rannsóknir á sviði heilabilunar og þjónusta við sjúklinga og aðstandendur – litið til framtíðar

Jón Snædal, prófessor og sérfræðingur í öldrunarlækningum

10:30 UMRÆÐUR

Þátttakendur eru aðalfyrirlesarar Sjónaukans: Anne Marie Mork Rokstad og Jón Snædal

10:45 HLÉ

 

SJÓNAUKINN A - M101 og rafrænt

þema: NÝSKÖPUNAR OG ÞRÓUNARVERKEFNI Í VELFERÐARÞJÓNUSTU

  • Fundarstjóri: Kristín Þórarinsdóttir

11:00 SELMA: Þverfaglegt samstarf til styrkingar heimaþjónustu í Reykjavík

Margrét Guðnadóttir og María Ólafsdóttir

11:20 Persónumiðaða matstækið Hermes: Þróun og notagildi

Kristín Þórarinsdóttir

11:40 Hvað ber framtíðin í skauti sér hjá Hugarafli?

Auður Axelsdóttir, Kristín Stefánsdóttir, María Haukdal Styrmisdóttir og Þórunn Þórhallsdóttir

12:00 Þekking, reynsla og viðhorf heilbrigðisstarfsmanna til fjarheilbrigðisþjónustu: Kögunaryfirlit

Sigrún Kristín Jónasdóttir, Ingibjörg Þórðardóttir og Þorbjörg Jónsdóttir

12:20 hlé

þema: Bráðaþjónusta nær og fjær

  • Fundarstjóri: Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir

13:15 Sjúkraflug á Íslandi

Björn Gunnarsson, Kristrún María Björnsdóttir og Sveinbjörn Dúason

13:35 European Paramedic Curriculum CPaCur. Samræmd hæfniviðmið í bráðatækninámi á háskólastigi 

Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, Sveinbjörn Dúason, Christoffer Ericsson, Ben Yones Essabar og Jeanetta Viggen Andersen

13:55 Hæfni, þjálfun og viðhorf heilbrigðisstarfsfólks Heilbrigðisstofnunnar Austurlands (HSA) til starfa í hópslysum og náttúruhamförum samkvæmt viðbragðsáætlun 

Karólína Andrésdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir

14:15 Óvænt atvik í skurðaðgerðum

Sigríður Rúna Þóroddsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir og Martin Ingi Sigurðsson

14:35 Ráðstefnulok

 

SJÓNAUKINN B - M102 og rafrænt

þema: Heilsutengdar áskoranir eldra fólks við 60-66° (Málstofa)

  • Fundarstjóri: Gísli Kort Kristófersson

11:00 Tengsl búsetu í dreifbýli og þéttbýli við líkamlega færni á efri árum og hreyfingu á lífsleiðinni 

Sólveig Á. Árnadóttir, Lára Einarsdóttir og Árún K. Sigurðardóttir

11:20 Hvernig tengist seigla eldra fólks og stig á FINDRISK skimunarkvarða bakgrunnsþáttum og búsetu í þéttbýli og dreifbýli 

Árún K. Sigurðardóttir, Sonja Stelly Gústafsdóttir, Gísli Kort Kristófersson og Sólveig Ása Árnadóttir

11:40 D vítamín búskapur eldra fólks 

Gísli Kort Kristófersson og Árún K. Sigurðardóttir

12:00 Heilsulæsi eldra fólks og helstu áskoranir

Sonja Stelly Gústafsdóttir, Árún K. Sigurðardóttir, Lena Mårtensson og Sólveig Ása Árnadóttir

12:20 HLÉ

Þema: stjórnun og líðan í starfi

  • Fundarstjóri: Sigfríður Inga Karlsdóttir

13:15 Erfitt og eitthvað sem að maður gerir ekki ráð fyrir - Reynsla kvenna sem byrjaði í eðlilegri fæðingu en enda í bráðakeisaraskurði

María Sunna Einarsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir

13:35 „…svo átti maður bara að vera tilbúinn“ - Reynsla hjúkrunarfræðinga af fyrstu árunum í starfi

Helga Margrét Jóhannesdóttir og Sigríður Halldórsdóttir

13:55 „Að kunna að vinna með fólkinu“ – Reynsla deildarstjóra á Landspítala af árangursríkri stjórnun

Halldóra Friðgerður Víðisdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir

14:15 „Þetta samviskubit yfir því að standa sig illa á báðum stöðum“: Reynsla hjúkrunarstjórnenda af endurkomu í vinnu eftir fæðingarorlof 

Alma Rún Vignisdóttir, Sigfríður Inga Karlsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir

14:35 RÁÐSTEFNULOK

Hlekkir á rafrænu fundina:

Fimmtudagurinn 19. maí

Föstudagurinn 20. maí

Öll velkomin!