441. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn daginn 27.10.2022 í gegnum fjarfundarbúnað á Teams.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:32.

Mætt voru auk hans:

Bjarni Smári Jónasson, varafulltrúi háskólaráðs
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Ævar Oddsson, fulltrúi háskólasamfélagsins, kom inn á fundinn kl. 14:20
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir, fulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir, fulltrúi háskólasamfélagsins
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi, ráðherra

Forföll:

Katrín Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu

Gestir:

Birgir Guðmundsson forseti Hug- og félagsvísindasviðs
Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2201085

Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu og forstöðumaður fjármála og greiningar sátu þennan lið fundarins.

 • Rekstraryfirlit

Forstöðumaður fjármála og greiningar kynnti rekstraryfirlit janúar til september. Staða háskólans í heild neikvæð um tæpar 16 milljónir. Erfið staða blasir við í rekstri RHA og er aðgerðaráætlun vegna þess í vinnslu.

Rektor fór yfir stöðu HA í fjárlagafrumvarpi en Háskólinn á Akureyri er aftur kominn í sömu stöðu og fyrir covid, þ.e. að fjárframlög stjórnvalda standa ekki undir nemendafjölda háskólans þrátt fyrir skýr skilaboð og loforð undanfarinna ára þegar HA féll frá fjöldatakmörkunum að beiðni stjórnvalda ásamt því að samþykkja fjölgun nemenda bæði í hjúkrunarfræði og lögreglufræði. Rektor er í samtali við ráðuneytið vegna stöðunnar og óskað hefur verið eftir skýringum á þessari stöðu og leiðréttingu í fjárlagafrumvarpi.

Fjárhagsáætlun 2023 verður erfiðari en gert var ráð fyrir þar sem kostnaðarhliðin er að hækka meira en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.

Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu og forstöðumaður fjármála og greiningar yfirgáfu fundinn.

2. Nemendafjöldi í HA

2106021

Lagt fram til kynningar. Verður tekið aftur fyrir á fundi í nóvember. 

3. Stefnumótun HA

2204037

Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor kom inn á fundinn og fór yfir stöðu mála í stefnumótun HA. Miðvikudaginn 27. október var haldið svokallað stefnuþing, upphafsfundur stefnumótunar þar sem stefnumótuninni var ýtt úr vör með vinnustofu og hópavinnu. Ráðgjafar munu nú taka saman niðurstöður þessarar vinnu og skila samantekt áður en næstu skref eru tekin.

4. Gæða- og mannauðsmál

Gæða- og mannauðsstjóri og forseti Hug- og félagsvísindasviðs komu inn á fundinn.

 • Staða mála vegna viðurkenningar HA á sviði hugvísinda
  • Forseti Hug- og félagsvísindasviðs fór yfir niðurstöðu starfshóps um hugsanlega umsókna HA um viðurkenningu á sviði hugvísinda. Forseti Hug- og félagsvísindasviðs yfirgaf fundinn.
 • Almenn kynning og umræða um gæða- og mannauðsmál
  • Gæða- og mannauðsstjóri og aðstoðarrektor fóru yfir stöðu mála vegna aðgerðaráætlunar og úttektar vegna lögreglufræði en framundan er stöðuúttekt þann 21. og 22. nóvember. Aðstoðarrektor yfirgaf fundinn.
  • Almenn umræða um stöðu í gæða- og mannauðsmálum. Markviss uppbygging á tengslaneti í gæðamálum hefur átt sér stað undanfarið ár, bæði innan háskólakerfisins og samstarfið við gæðaráð háskólanna. Gæða- og mannauðsstjóri HA tók við formennsku ráðgjafanefndar gæðaráðs háskólanna í haust en HÍ hefur hingað til alltaf sinnt formennskunni. Eftirfylgni aðgerðaráætlunar stofnunarúttektar er mikilvægt verkefni gæðaráðs HA í vetur. Mikil uppbygging hefur einnig verið á ferlum á tengslum við mannauðsmál, velferðarþjónustan hefur verið að skila árangri og tölur sýna að það hefur dregið úr  langtímaveikindum starfsfólks. Jafnframt hefur verið markvisst aukning á samstarfi innan háskólanna í mannauðsmálum.

Umræða skapaðist um gæðamál í tengslum við fjarnám og kennslu í staðarlotum. Skilgreining á sveigjanlegu námi og aðferðum rafrænnar miðlunar náms verður fyrirferðarmikið efni í stefnumótunarvinnunni framundan og ljóst að setja þarf fram stefnu og viðmið í þessum efnum. Gæða- og mannauðsstjóri yfirgaf fundinn.     

5. Til upplýsinga og kynningar

6. Bókfærð mál til samþykktar

 • Bókun vegna atkvæðisréttar á deildarfundi framhaldsnámsdeildar
  • Borist hefur beiðni frá forseta Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs um leiðréttingu á bókun háskólaráðs frá 23. júní sl. vegna atkvæðisréttar á deildarfundum framhaldsnámsdeildar í heilbrigðisvísindum. Ný bókun er eftirfarandi:

Þrátt fyrir ákvæði 15. gr. reglnanna um framhaldsnámsdeild í heilbrigðisvísindum samþykkir háskólaráð tímabundið frábrigði, þ.e. að í ljósi sögunnar verði framhaldsnámsdeild heimilað að háskólakennarar sem starfa á Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði (prófessorar, dósentar, lektorar, aðjúnktar), sem  hafa umsjón með námskeiðum vistuðum í deildinni á skólaárinu 2022-2023, fari með atkvæðisrétt á deildarfundum framhaldsnámsdeildar skólaárið 2022- 2023. Mikilvægt er að fyrir liggi tillaga um framtíðarskipulag eigi síðar en 1. maí 2023 með það að markmiði að nýtt skipulag, sem rúmast innan reglnanna og geri ráð fyrir að starfsmenn hafi einungis atkvæðisrétt í einni deild, gildi frá skólaárinu 2023-2024.

Háskólaráð samþykkir ofangreinda bókun.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:02.