Forsetar fræðasviða Háskólans á Akureyri

Umsækjendur um stöður forseta fræðasviða
Forsetar fræðasviða Háskólans á Akureyri

Stöður forseta Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs og forseta Hug- og félagsvísindasviðs, voru auglýstar lausar til umsóknar á dögunum. Umsóknarfrestur rann út þann 3. október síðastliðinn.

Tvær umsóknir bárust um starf forseta Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs:

  • Dr. Brynjar Karlsson
  • Dr. Ingunn Björnsdóttir

Ein gild umsókn barst um starf forseta Hug- og félagsvísindasviðs:

  • Dr. Thomas Barry

Forseti fræðasviðs er yfirmaður og leiðtogi fræðasviðs, stjórnar daglegri starfsemi þess og leiðir teymi stjórnenda fræðasviðsins. Starfið felur m.a. í sér yfirumsjón með allri starfsemi fræðasviðsins og stefnumörkun í málefnum sviðsins í samræmi við stefnu Háskólans á Akureyri.

Umsóknir eru nú í ráðningarferli og er miðað við að ráðið verði í stöðurnar frá 1. janúar 2023.