Háskóli í þágu lýðræðis

Málþing - lokaviðburður rannsóknarverkefnisins Háskólar og lýðræði

Rannsóknarhópurinn Háskólar og lýðræði, sem starfað hefur frá árinu 2018, boðar til málþings um borgaralegt hlutverk háskóla í þágu lýðræðis. Samfélagslegt og lýðræðislegt hlutverk háskóla hefur orðið æ mikilvægara viðfangsefni síðustu ár í ljósi þróunar á sviði samfélags, stjórnmála, efnahags, breyttra boðskipta og aukinnar markaðsvæðingar háskólastofnana. Á málþinginu verður athyglinni beint að því hvernig lýðræðislegum gildum reiðir af í háskólum og hvernig þeir geti aukið veg þeirra í samfélaginu.

Málefnið verður rætt frá þverfræðilegu sjónarhorni og með hliðsjón af lýðræðiskenningum og hugmyndum um háskóla. Rýnt verður í hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk háskóla og það hvernig lýðræðishlutverk háskóla kemur fram í innra starfi þeirra, svo sem í háskólasamfélaginu, akademísku frelsi, jöfnuði, virkni stúdenta og inntaki náms og rannsókna. Með málþinginu vill rannsóknarhópurinn, með virkri þátttöku háskólastjórnenda, starfsfólks og annars áhugafólks um málefni háskóla, stuðla að lifandi samtali innan háskólasamfélagsins um það hvernig íslenskir háskólar skapi skilyrði fyrir traustara og betra lýðræði.

Málþingið verður haldið Háskólanum á Akureyri þann 11. nóvember í stofu M102 og í streymi

Dagskráin hefst klukkan 09:00 og lýkur henni klukkan 15:30 með léttum veitingum.

Dagskrá

09:00-09:15 Kynning á rannsóknarverkefninu Háskólar og lýðræði: Gagnrýnin greining á borgaralegu hlutverki háskóla í lýðræðisþjóðfélagi
Anna Ólafsdóttir og Sigurður Kristinsson, Háskólanum á Akureyri

09:15-09:20 Kynning á Thaddeus Metz
Sigurður Kristinsson, Háskólanum á Akureyri

09:20-10:00 Lykilerindi: Democracy as the Final End of a University: Some Complications
Thaddeus Metz, University of Pretoria

10:00-10:10 Spurningar og svör á ensku

10:10-10:30 Kaffihlé

10:30-10:50 Háskóli í þágu lýðræðis
 Sigurður Kristinsson, Háskólanum á Akureyri

10:50-11:10 Lýðræðislegt hlutverk háskóla: Hugmyndir og viðhorf háskólakennara
 Anna Ólafsdóttir, Háskólanum á Akureyri; Guðrún Geirsdóttir, Háskóla Íslands

11:10-11:30 Akademískt frelsi, ábyrgð og hömlur: Sjónarmið háskólakennara á Íslandi
Guðmundur Heiðar Frímannsson, Háskólanum á Akureyri

11:30-12:00 Pallborð með fyrirlesurum

11:50-13:00 Hádegishlé

13:00-13:20 Hlutverk háskóla og kenningar um lýðræði
Vilhjálmur Árnason, Háskóla Íslands

13:20-13:40 Ógnir nýfrjálshyggju við lýðræðishlutverk háskóla
Jóhann Helgi Heiðdal, Háskólanum á Akureyri

13:40-14:00 Samfélagslegar áskoranir og hlutverk háskóla
Valgerður S. Bjarnadóttir, Háskóla Íslands

14:00-14:15 Ályktanir: Hvað höfum við lært og hver eru skilaboðin?
Jón Torfi Jónasson, Háskóla Íslands

14:15-14:35 Kaffihlé

14:35-15:35 Pallborð – Þátttakendur í pallborði, meðal annarra, stjórnendur í íslenskum háskólum

15:35-16:30 Léttar veitingar

Viðburðurinn á Facebook