AUTO-MARE

Um verkefnið

AUTO-MARE rannsakar tilkomu sjálfstýrðra skipa (Maritime Autonomous Surface Ships, MASS) á Norðurlöndum og á Eystrasaltssvæðinu. Verkefnið nálgast MASS sem félags- og tæknilega, sem og pólitíska umbreytingu sem endurmótar tengsl þekkingar og valds í hafstjórnun. Með því byggja á fræðum um ábyrga nýsköpun gervigreindar, þekkingarlegt réttlæti (epistemic justice) og pósthúmaníska réttarheimspeki spyr verkefnið: hvaða þekking er innbyggð í sjálfstýrð siglingakerfi og hvaða þekking er markvisst eða ómarkvisst útilokuð?

Verkefnið fjallar um flókin lagaleg álitaefni sem gervigreindardrifin skip skapa gagnvart Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna (UNCLOS), en sá samningur gerir ráð fyrir mannlegri aðkomu um borð í skipum. Hugtök á borð við skipstjóraog virka stjórn“ (effective control) verða lagalega óljós þegar ákvarðanataka færist frá mönnum til reiknilíkana. Núgildandi siglingareglur veita litla leiðsögn um sjálfstýrðar siglingar, sem skapar lagalegt tómarúm og eykur hættu á grafið sé undan ábyrgð, öryggi og réttlæti.

Með því rannsaka hvernig gervigreind mun endurmóta siglingar veltir AUTO-MARE fyrir sér hvernig stjórnkerfi knúin áfram af gervigreind gætu litið á hafið sem tómt gagnarými sem ætlað er til hámörkunar. Ef slík þróun er látin óátalin er hætta á sjálfstýrð siglingatækni endurskapi auðnytjandi valdatengsl í gegnum hönnun reiknirita. Af þeim sökum verður ábyrg innleiðing gervigreindar byggja á fjölbreyttri þekkingu og mótvægi við tæknivaldslega einsleitni.

Með því tengja saman vettvangsrannsóknir, lögfræðilega greiningu og gagnrýna kenningasmíð í gegnum sex verkþætti þróar AUTO-MARE stjórnunarlíkön sem eru sniðin réttlæti á hafsvæðum Norðurlanda og Eystrasaltsins. Þátttökubundnar og þverfaglegar aðferðir munu móta nýja laga- og stefnumótunarramma sem stuðla auknu gagnsæi, ábyrgð og félags- og vistfræðilegri sjálfbærni. Með því að þróa ábyrga stjórnun gervigreindar fyrir skipafélög leggur AUTO-MARE sitt af mörgkum við móta framtíð þar sem nýsköpun í gervigreind styrkir, fremur en grefur undan, mannlegri þekkingu á hafinu.  

Rannsakendur

Samstarfsaðilar

Umfjöllun í fjölmiðlum