Dr. Romain Chuffart við háskólann leiðir stórt rannsóknarverkefni
Í byrjun desember hlaut verkefnið Autonomous Technologies for Ocean Governance: Maritime Autonomy, Responsibility, and Environment (AUTO-MARE) hátt í 200 milljóna króna styrk úr sjóði NordForsk - Norðurlöndin og Balkanskagi. Verkefnið er til þriggja ára og er leitt af Dr. Romain Chuffart fyrir hönd Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar. Verkefnið var eitt af 17 verkefnum sem hlaut styrk og er einnig eina verkefnið í þessari úthlutun sem leitt er af íslenskum aðila.
Í verkefninu verður skoðað hvernig notkun gervigreindar og sjálfvirkra kerfa er að breyta stjórnun sjávarsvæða og þá sérstaklega út frá ábyrgð, öryggi og umhverfisvernd í huga. Verkefnið mun meta hvernig stjórnvöld á Norðurlöndum og Balkanskaga geta brugðist við tæknilegri þróun og um leið stutt við gagnsæi, ábyrgð og réttindi náttúrunnar.
AUTO-MARE er unnið í samvinnu nokkurra stofnana auk HA, Kaunas University í Litháen, the Arctic Centre at the University of Lapland í Finnlandi, Nord University og University of Stavanger í Noregi, University of Gothenburg í Svíþjóð og CLIMA – Centre for Climate Change Law and Governance at the University of Copenhagen í Danmörku. Smelltu hér til að kynna þér frekar verkefnið AUTO-MARE.