ICEBERG

Um verkefnið

ICEBERG verkefnið er þverfaglegt og vettvangsmiðað rannsóknarverkefni, fjármagnað af Evrópusambandinu. ICEBERG rannsakar margþætt og flókin áhrif mengunar, loftslagsbreytinga, mannvistar og atvinnustarfsemi á strendur og haf á norðurslóðum sem ógnað geta heilsu fólks og vistkerfa. Lögð er áhersla á virka þátttöku íbúa svæðanna við þekkingarsköpun og hönnun sviðsmynda. Rannsóknir fara fram á þremur tilvikssvæðum evrópskra norðurslóða: Vestur-Svalbarða, Suður-Grænlandi og Norðaustur-Íslandi.

Verkefnið tekur til lands og hafs með því að beita þverfaglegri nálgun sem kennd er við „eina heilsu“ (One Health Approach) sem viðurkennir innbyrðis - og víxltengsl milli heilsu manna, dýra, plantna og vistkerfa.

Markmið verkefnisins er að móta aðgerðaáætlanir til þess að efla viðnámsþrótt samfélaga og mengunarvarnir undir forystu heimafólks.

16 samstarfsstofnanir frá 9 löndum hafa aðild að rannsóknarteyminu sem leitt er af Dr. Thora Herrmann (samræmingaraðili vísinda) og Dr. Élise Lépy (verkefnastjóri) við Háskólann í Oulu, Finnlandi.

ICEBERG rannsóknarverkefnið er styrkt af HORIZON Research and Innovation Action sjóði Evrópusambandsins.

Rannsakendur

Birtingar

Vísindagreinar og annað efni má finna á vefsíðu verkefnisins.

Nánari upplýsingar

Fyrir frekari upplýsingar, prófessor Joan Nymand Larsen, jnl@unak.is