Norrænt kynjajafnrétti og öðrun kvenna á flótta

Um verkefnið

Þessi rannsókn fjallar um umsóknir kvenna á flótta um alþjóðlega vernd og þá sérstaklega hvernig verndarhugtakið hefur verið túlkað með tilliti til aðstæðna kvenna í gegnum tíðina. Jafnframt verður fjallað um nýlega jafnréttislöggjöf sem samþykkt var á Alþingi árið 2020 og hvaða skyldur hún gæti lagt á stjórnvöld þegar kemur að kynjasamþættingu. Greint verður frá hvort jafnréttislöggjöfin hefur, eða ætti að hafa, áhrif á málsmeðferð stjórnvalda í slíkum málum og á hvaða breytingum gæti verið þörf. Þá verður farið yfir sambærileg mál sem komið hafa upp á Norðurlöndunum og í Kanada. Rannsóknin fjallar sérstaklega um flóttamannarétt, stjórnsýslurétt, jafnréttislöggjöfina og gagnrýnar lagakenningar (þá sérstaklega feminískar lagakenningar).

Verkefnið er doktorsverkefni rannsakandans og var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands árið 2021. Verkefnið hlaut einnig styrk frá McGill háskóla (e. McGill Graduate Excellence Award) á árunum 2019-2022.

Rannsakandi

Samstarfsaðilar

  • Colleen Sheppard, prófessor við McGill háskóla - leiðbeinandi
  • Payam Akhavan, fyrrum prófessor við McGill háskóla og núverandi yfirmaður við Massey College (Háskólinn í Toronto) – meðlimur í doktorsnefndinni

Birtingar