Starfstengd leiðsögn, kennaranema og nýliða í kennslu, sem stuðlar að starfsþróun

Um verkefnið

NTI – PPD rannsóknarverkefnið um starfstengda leiðsögn og starfsþróun er styrkt af Nordplus Horizontal 2023–2025 og er samsett af fulltrúum kennaramenntunarstofnana (kennara og rannsakenda) og kennarasamtaka frá öllum Norðurlandaþjóðunum og Eistlandi. Markmið þess er að:

  • Rannsaka, kynna og þróa skipulag og áherslur í starfstengdri leiðsögn sem stuðla að starfsþróun á Norðurlöndunum og í víðara samhengi.
  • Auka gæði starfstengdrar leiðsagnar í kennaranámi og á vettvangi og styrkja fagstétt kennara sem heild.

Starfstengd leiðsögn er mikilvæg til að styðja nýliða og kennaranema í að tengja milli fræða og hagnýtingar í starfi og flæði þar á milli. Þannig getur hún unnið gegn brotthvarfi úr stéttinni og stuðlað að starfsþróun og fagmennsku í skólastarfi. Hún er samofin menntastefnu, kennaramenntun og starfþróun og krefst þátttöku og aðkomu mismunandi hagsmunaaðila.

Nú eru rannsóknir á starfstengdri leiðsögn flestar bandarískar en samstafsnet NTI-PPD mun fjölga rannsóknum á Norðurlöndunum, varpa ljósi á þekkingu og reynslu á viðfangsefninu og leita leiða til að þróa sjálfbærar leiðir í starfstengdri leiðsögn. Með því að styrkja norrænar áherslur og samstarf mismunandi hagsmunaaðila og þjóða skapast nýr vettvangur til þekkingarmiðlunar og innblásturs.

Meðlimir

  • Päivi Lyhykäinen, paivi.lyhykainen@oaj.fi FI-The Trade Union of Education Finland
  • Sally Windsor University of Gothenburg
  • Lisbeth Lunde Frederiksen Frederiksen, lluf@via.dk DK-VIA University College - Faculty of Education and Social Studies (DK)
  • Åse Bonde, abo@dlf.org DK- Danmarks Lærerförening
  • E-mail: sally.windsor@gu.se
  • Katrin Poom-Valickis, katrinpv@tlu.ee EE-Tallinn Universit, Institute of Educational Sciences
  • Reemo Voltri, reemo.voltri@ehl.org.ee EE-Estonian Educational Personnel Union (EE-EEPU)
  • Jónína Hauksdóttír, jonina@ki.is IS-The Icelandic Teacher Union (IS), Kennarasamband Íslands

Samstarfsaðilar

  • Nordic and European associations of Teacher Unions (NLS and ETUCE)
  • Nordic and European education research networks - the Nordic Educational Research Association (NERA) and the European Educational Research association (EERA).

Birtingar

  • Olsen, K.R., Heikkinen, H. & Bjerkholt, E.M. (Eds.). (2020).. New Teachers in Nordic Countries. - Ecologies of Mentoring and Induction. Cappelen Damm Akademisk. https://doi.org/10.23865/noasp.105 License: CC BY 4.0.