Samræmd teymisbundin eftirfylgniáætlun veitt af hjúkrunarfræðingum í heilsugæslu

Doktorsverkefni

Um verkefnið

Doktorsnámsverkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og Rannsóknaháskóla Vestur-Noregs (HVL) í Bergen í Noregi. Yfirskrift verkefnisins er: „Skilvirkni þverfaglegrar sérhæfðrar eftirfylgniáætlunar veittrar af hjúkrunarfræðingum á heilsugæslum: Flókin íhlutunarrannsókn með blönduðum aðferðum meðal fólks með langvinna sjúkdóma og fjölsjúkdóma“.

Markmið doktorsverkefnis er:

  1. Að meta algengi forstigssykursýki og ógreindri sykursýki af tegund 2 (T2DM) á Norðurlandi
  2. Að byggja upp hæfni í klínískri starfsemi með því að þróa ný hlutverk fyrir hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslu
  3. Kanna hvort lífsstílsbreytingaráætlunin „Guided Self Determination“ (GSD) henti og sé samþykkt innan íslenskrar heilsugæslu

Þátttakendur (n=220) voru sjálfvaldir frá svæðum á þremur af stærstu heilsugæslustöðvum á Norðurlandi. Af þeim uppfylltu 81 skilyrði sem sett voru fyrir þátttöku í íhlutunarrannsókn á GSD áætluninni. Að auki tóku sex hjúkrunarfræðingar þátt í að veita GSD viðtöl.

Verkefnið hófst í mars 2020, gagnasöfnun lauk vorið 2023. Fyrstu niðurstöður hafa verið birtar og er áætlað að lokaniðurstöður verði birtar í lok árs 2024.

Doktorsnemi

Doktorsnefnd og rannsakendur

  • Árún K. Sigurðardóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri – aðalleiðbeinandi
  • Marit Graue, prófessor, prófessor, Department of Health and Caring Sciences, Western Norway University of Applied Sciences, Bergen, Norway – meðleiðbeinandi
  • Beate-Christin Hope Kolltveit, aðstoðar prófessor, Department of Health and Caring Sciences, Western Norway University of Applied Sciences, Bergen, Norway – meðleiðbeinandi
  • Timothy Skinner, prófessor, Institute of Psychology, University of Copenhagen, Copenhagen, Denmark – meðleiðbeinandi

Samstarfsaðilar

Birtingar

Arnardóttir, E., Sigurðardóttir, Á.K., Graue, M. et al. Using HbA1c measurements and the Finnish Diabetes Risk Score to identify undiagnosed individuals and those at risk of diabetes in primary care. BMC Public Health 23, 211 (2023).

Arnardóttir, E.; Sigurðardóttir, Á.K.; Graue, M.; Kolltveit, B.-C.H.; Skinner, T. Can Waist-to-Height Ratio and Health Literacy Be Used in Primary Care for Prioritizing Further Assessment of People at T2DM Risk? Int. J. Environ. Res. Public Health 2023, 20, 6606.