Sjávarútvegsmiðstöðin

Sjávarútvegsmiðstöð Háskólans á Akureyri (SHA) heyrir undir viðskipta- og raunvísindasvið háskólans. Sjávarútvegsmiðstöðinni er ætlað er að efla tengsl háskólans við atvinnulífið.

Sjávarútvegsmiðstöðin hefur eitt stöðugildi sem er aukið með rannsóknarstyrkjum. Nemendur í BS og MSc námi eru ráðnir sem verkefnastjórar til lengri eða skemmri tíma.

VerkefnisstjóriGuðrún Arndís Jónsdóttir

Markmið

Markmiðin eru að:

 • Styrkja forystuhlutverk HA á sviði menntunar og rannsókna í sjávarútvegi
 • Efla hagnýtrar rannsóknir, verkefni og kennslu tengdar sjávarútvegi
 • Efla samstarf HA við atvinnugreinina
 • Stuðla að bættri ímynd sjávarútvegs
 • Efla nám í sjávarútvegsfræðum við HA

Samstarf

Samstarf er við:

Sérfræðingar stofnananna sjá um umtalsverða kennslu við deildina. Einnig er unnið að sameiginlegum verkefnum.

 Verkefni Hafró og SHA

Sérfræðingar Hafró á Akureyri hafa 50% stöðu hjá HA.

Þeir hafa meðal annars kennt:

 • Haf- og veðurfræði
 • Sjávarlíffræði
 • Fiskifræði
 • Stofnstærðarfræði fiska og veiðarfæratækni

Þeir hafa einnig verið með hlutakennsla í ýmsum öðrum námskeiðum.

Hafró fer í árlegan leiðangur með nemendum í fiskifræði. Þetta er svo kallað Eyjafjarðarrall. Tekin eru sex til tíu tog víða í firðinum.

Upphaflegt hlutverk rallsins var að slora nemendur aðeins og kenna þeim í leiðinni vinnubrögð við fiskirannsóknir. Núna eru gögnin orðin fræðilega áhugaverð.

 Matís og SHA

Nemendur hafa unnið sumarverkefni í samstarfi við útibú Matís á Akureyri.

Meðal verkefna má nefna:

 • Bætta frjóvgun lúðuhrogna
 • Tilraunaræktun nátúrlegs dýrasvifs
 • Próteinmengi þorsklirfa við mismunandi fóðrun
 • Tímasetningu ónæmissvörunar hjá lúðulirfum
 • Grandskoðum þann gula frá miðum í maga – rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla

 Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna og SHA

Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna (SSþ) er samvinnuverkefni Háskóla Sameinuðu þjóðanna, Hafrannsóknarstofnun og Utanríkisráðuneytisins.

Kennarar Háskólans á Akureyri taka þátt í kennslu einstakra námskeiða SSþ. Þeir hafa leiðsögn með lokaverkefnum nemenda, sem dvelja þá við Háskólann á Akureyri við verkefnavinnu.

Háskólinn á Akureyri á sæti í stjórn Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.

Sjávarútvegsskólinn

Sjávarútvegsskólinn er ætlaður 14 ára nemendum. Hann er starfræktur í júní og júlí á hverju ári og er hluti af vinnuskóla sveitafélaganna. Skólinn er í samtals 14 klukkustund yfir eina viku, þar af 7,5 klukkustundir af fyrirlestrum.