Húmornum áfram gerð skil!

Út er komin önnur bókin í ritröðinni Humour and Cruelty: A Philosophical Exploration of the Humanities and Social Sciences
Húmornum áfram gerð skil!

Út er komin önnur bókin í ritröðinni Humour and Cruelty: A Philosophical Exploration of the Humanities and Social Sciences eftir Giorgio Baruchello, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Ársæl Má Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Undirtitill bókarinnar er Dangerous liaisons og í henni taka þeir félagar upp þráðinn frá fyrstu bókinni og fjalla sérstaklega um hvernig og hvers vegna húmor felur svo oft í sér grimman undirtón, þó hann sé gjarnan settur fram eins og saklaust grín. Í bókinni er farið yfir helstu kenningar um grimmd og húmor, bæði í heimspeki og vísindum. Þá gera þeir grein fyrir áhugaverðum rannsóknum á þessu sviði.

Fyrsta bindið fékk afar góða dóma í erlendum fræðitímaritum enda er um að ræða verk sem talar sterkt til samtímans og fjallar með yfirgripsmiklum hætti um dekkri hliðar gríns bæði út frá siðfræði og sálfræði. Útgáfan De Gruyter gefur út ritröðina og er eitt elsta og virtasta forlag á sínu sviði og hefur gefið út fræðibækur í 274 ár eða allt frá stofnun þess í Berlín árið 1749.