Framtíðardagar

13. mars 2025 kl. 12:00-13:00
Einstakt tækifæri fyrir stúdenta til að efla tengslanetið og taka fyrsta skrefið í átt að draumastarfinu!

Fimmtudaginn 13. mars fara fram Framtíðardagar í Háskólanum á Akureyri. Viðburðurinn fer fram í Hátíðarsal og Miðborg.

Helga Sigrún Hermannsdóttir - Dóttir Skin

Helga Sigrún verður með fyrirlestur þar sem hún mun deila reynslu sinni af því að láta drauma rætast, áskorununum sem fylgja og hvernig menntun, sköpunargleði og smá kjarkur geta opnað dyr að óvæntum tækifærum – oft þegar síst er von á.

Staðsetning: M101 og í streymi
Tími: 12:30

Helga Sigrún er verkfræðingur í hagnýtri efnafræði og stofnandi Dóttir Skin, þar sem hún starfar sem vöruþróunarstjóri. Hún hefur brennandi áhuga á efnafræði, nýsköpun og frumkvöðlastarfi og hefur sjálf farið óhefðbundnar leiðir í sinni vegferð.

Hún vinnur nú bæði að uppbyggingu vörumerkis síns, Dóttir Skin, og rannsóknarverkefni sem snýr að nýrri tækni í þróun sólarvarna.

Öll velkomin!