Háskóladagurinn á Akureyri

Velkomin á Háskóladaginn!

Háskóladagurinn verður haldinn 19. mars kl. 12-15 í fyrsta sinn á Akureyri!

Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt grunnháskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi.

Nemendur, kennarar, náms- og starfsráðgjafar og starfsfólk allra háskóla landsins verða tilbúnir til að spjalla við gesti dagsins. Um að gera að nýta tækifærið og spyrja um hvaðeina sem lýtur að drauma náminu og eiga samtal um námsleiðirnar og háskólalífið.

Dagskrá

  • Vísindasmiðja Hí
  • Tæta sundur tölvur og setja þær aftur saman
  • Sprengju- Kata
  • Þrekpróf lögreglufræðinnar
  • Lego-forritun
  • Blóðþrýstingsmæling
  • Leiklistarsmiðja
  • Fjærverur
  • Mínískúlptúrsmiðja
  • Green-screen
  • Tónlistarflutningur
  • Listabíó
  • Vísindaskóli unga fólksins
  • Snjallvagninn
  • Gallerí - möppusýning

 

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að tala við fulltrúa allra háskólanna á Íslandi um námið, félagslífið, aðstöðuna og háskólasamfélagið.

Facebook viðburður

Við hlökkum til að taka á móti þér á Háskóladeginum!