Löggæsla og samfélagið

Kallað er eftir ágripum erinda fyrir ráðstefnuna „Löggæsla og samfélagið“ sem námsbraut í lögreglufræði heldur.

Kallað eftir ágripum

Kallað er eftir ágripum erinda fyrir ráðstefnuna „Löggæsla og samfélagið“ sem námsbraut í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri heldur miðvikudaginn 6. október, 2021. Ráðstefnan er vettvangur þar sem fagfólk og fræðimenn reifa málefni sem tengjast löggæslu í víðri merkingu. Einstaklingar og hópar sem starfa á fræða- og/eða fagsviðum sem snerta löggæslu eru hvattir til þess að senda inn ágrip af erindum sem byggja á eigin rannsóknum og/eða starfi.

Lykilfyrirlesarar endurspegla þema ráðstefnunnar afbrotavarnir, sem vísa til aðferða og aðgerða til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið. Hérlendis vantar heildstæða stefnumörkun stjórnvalda í þessum málaflokki en rannsóknir sýna að ábyrgar og skipulagðar afbrotavarnir draga úr afbrotum, auka öryggiskennd íbúa og draga úr samfélagslegum kostnaði sem hlýst af afbrotum. Lögreglan leikur lykilhlutverk við afbrotavarnir sem vert er að rýna. 

Að gefnu tilefni óskum við sérstaklega eftir erindum sem lúta að afbrotavörnum, en öll erindi sem snúa að löggæslu almennt eru meira en velkomin. Sem fyrr segir er ráðstefnan hugsuð sem sameiginlegur vettvangur fyrir fræða- og fagfólk til þess að koma rannsóknum sínum og reynslu af löggæslu hérlendis sem erlendis á framfæri og deila með leikum sem lærðum.

Lykilfyrirlesarar

Jason Roach PhD

Jason Roach PhD. is Professor of Psychology and Policing and Director of the Applied Criminology and Policing Centre, at the University of Huddersfield.

 Jason has co-written four books (three with Professor Ken Pease OBE) including Evolution and Crime (2013) and Self-Selection Policing (2016) and has to date published over forty research papers and book chapters, on a range of crime and policing topics including; psychology and crime prevention, child homicide, criminal investigation, police decision-making, criminal decision making and cold case investigation. Jason is the Editor-in Chief for The Police Journal, published by Sage.

Jason Roach

Jerry Ratcliffe

Jerry Ratcliffe is a former British police officer, college professor, and host of the Reducing Crime podcast. He works with police agencies around the world on crime reduction and criminal intelligence strategy. After an ice-climbing accident ended a decade-long career with London’s Metropolitan Police, he earned a first class honors degree and a PhD from the University of Nottingham. He has published over 100 research articles and nine books, including most recently Reducing Crime: A Companion for Police Leaders. Ratcliffe has been a research adviser to the FBI and the Philadelphia Police Commissioner, an instructor for the ATF intelligence academy, and he is a member of the FBI Law Enforcement Education and Training Council. He is a professor in the Department of Criminal Justice at Temple University in Philadelphia, USA.Jerry Ratcliffe

Gagnlegar upplýsingar:

  • Ráðstefnan fer fram í Miðborg Háskólans á Akureyri, nánar tiltekið í stofu N101 og M101. Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 9:00 og stendur til 17:00.
  • Almenn erindi og fyrirspurnir í kjölfarið skulu samtals ekki taka ekki lengri tíma en 25 mínútur. Ágrip af erindum (hámark 250 orð) skulu berast eigi síðar en mánudaginn 16. ágúst, 2021. Ágripin skal senda á Guðmund Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, goddsson@unak.is.
  • Ráðstefnugjald er 5.000 krónur á mann og eru ráðstefnugögn og kaffiveitingar innifaldar (greiðist á staðnum). Ráðstefnugjald er fellt niður fyrir fyrirlesara. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og mat. Háskólanemar frá frítt á ráðstefnuna.
  • Flugfélagið Icelandair flýgur til Akureyrar (sjá flugáætlun á https://www.icelandair.com/is/).
  • Viðburðinn má finna á Facebook undir nafni ráðstefnunnar og verður ýmsum upplýsingum deilt þar er líður nær ráðstefnunni.

Nánari upplýsingar

Hafið samband við Guðmund Oddsson, dósent í félagsfræði við HA, goddsson@unak.is og sími 460 8677.