Starfamessa grunnskóla Akureyrarbæjar

Lokaður viðburður

Þann 29. febrúar verður nemendum í 9. og 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar og nágrennis boðið upp á að sækja sameiginlega starfskynningu, svokallaða Starfamessu, í Háskólanum á Akureyri. Þetta er í sjötta sinn sem þessi viðburður er haldinn og hingað til hefur heppnast mjög vel.

Starfamessa felur í sér að bjóða mismunandi starfsstéttum að setja upp kynningarbása þar sem kynnt verða fyrir nemendum þau störf sem unnin eru innan fyrirtækisins eða stofnanna og hvaða færni eða menntun þarf til þess að vinna starfið. Með því gefst nemendum tækifæri til að kynna sér fjölbreytt og spennandi störf og leggja þannig grunninn að menntun sinni í framtíðinni.

Klukkan 12:00 sama dag gefst stúdentum HA og nemendum framhaldsskóla tækifæri til að taka þátt í deginum á sér viðburði sem nefnist Framtíðardagar!