417. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fimmtudaginn 27.08.2020. kl. 13.30. Borgir, R262

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:30.

Mætt voru auk hans:

Jón Helgi Pétursson varafulltrúi menntamálaráðherra
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Kristján Þór Magnússon fulltrúi háskólaráðs
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson fulltrúi stúdenta
Óskar Þór Vilhjálmsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigfríður Inga Karlsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Forföll boðaði:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi menntamálaráðherra

Gestir:

Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greininga
Bragi Guðmundsson prófessor, formaður rannsóknamisseranefndar
Oddur Þór Vilhelmsson prófessor, formaður vísindaráðs

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fundarskipulag og starfsáætlun háskólaárið 2020-2021

Rektor kynnti fundarskipulag og drög að starfsáætlun háskólaráðs fyrir skólaárið.

2. Fjármál og rekstur

Forstöðumaður fjármála kom inn á fundinn og fór yfir sex mánaða uppgjör. Rekstur háskólans í heild sinni er undir áætlun en þó ber þess að geta að reksturinn er alltaf þyngri síðari hluta ársins og fjöldi nýrra nemenda er töluvert umfram það sem áætlað var vegna ákvörðunar háskólaráðs að koma til móts við beiðni stjórnvalda um að ekki verði takmarkað aðgengi að skólanum ásamt loforði stjórnvalda um aukið fjármagn. Ekki liggur enn fyrir hvert viðbótarframlag stjórnvalda til háskólans vegna fjölgunar nemenda verður.

3. Innritun nýnema

Rektor lagði fram skjal með upplýsingum yfir skráða nemendur, bæði heildarfjölda nemenda og fjölda nýnema sérstaklega. Um er að ræða stærsta árgang frá upphafi skólans. Umræður sköpuðust um kynjahlutföllin í nemendahópnum þar sem 24% nemenda eru karlar og 76% nemenda eru konur. Háskólaráð hvetur stjórnendur, starfsfólk og stúdenta háskólans til að leggja sitt af mörkum og skoða leiðir og verkefni sem mögulegt er að fara í til að stuðla að fjölgun karla í námi við Háskólann á Akureyri.

4. Breyting á reglum um rannsóknamisseri

Fyrir liggur tillaga frá rannsóknamisseranefnd um breytingu á reglum nr. 355/2012 um rannsóknamisseri kennara við Háskólann á Akureyri. Formaður rannsóknamisseranefndar kynnti tillögu nefndarinnar. Um er að ræða breytingu á 1. gr. reglnanna. Tillagan samþykkt. Jafnframt samþykkt að framlengja frest starfsfólks til að sækja um rannsóknamisseri til 1. október í ár vegna þessara breytinga, sem eftir er að kynna fyrir starfsfólki.

Formaður rannsóknamisseranefndar yfirgaf fundinn.

Kristján Þór Magnússon yfirgaf fundinn kl. 14:46

5. Umsögn vísindaráðs um reglur um stjórnunar- og aðstöðugjald og breytingar á úthlutun úr rannsóknasjóði

Formaður vísindaráðs kom inn á fundinn og fór yfir umsögn vísindaráðs vegna tillagna frá stjórn vísindasjóðs um mögulegar breytingar á úthlutunarreglum rannsóknasjóðs og umsögn vísindaráðs um drög að reglum um stjórnunar- og aðstöðugjald. 

Umræður sköpuðust um tillögurnar og forgangsröðun verkefna og fjármagns.

Formaður vísindaráðs yfirgaf fundinn.

Nökkvi Alexander Rounak Jónsson yfirgaf fundinn kl. 15:32.

Háskólaráð felur rektor að láta vinna drögin að reglum um stjórnunar- og aðstöðugjald betur og taka m.a. tillit til athugasemda vísindaráðs. Slíkar reglur þurfa að vera mjög skýrar.

Háskólaráð felur rektor einnig að vinna áfram tillögurnar varðandi rannsóknasjóðinn í samráði við framkvæmdastjórn að teknu tilliti til þeirrar umræðu og athugasemda sem fram hafa komið um tillögurnar. Gert er ráð fyrir að áfram verði haft samráð við vísindaráð um bæði þessi mál.

6. Bókfærð mál til samþykktar

  • Breytingar á skipuriti: markaðs- og kynningarmál færast frá háskólaskrifstofu á rektorsskrifstofu
  • Skipun nefnda og ráða:
    • Gæðaráð
    • Umhverfisráð
    • Öryggisnefnd

Ofangreind mál samþykkt.

7. Mál til kynningar/upplýsinga

  • Staðgengill rektors skólaárið 2020-2021
    • Rannveig Björnsdóttir forseti viðskipta- og raunvísindasviðs mun gegna hlutverki staðgengils rektors til 31. desember 2020.
  • Framgangur veittur frá 1. júlí 2020
    • Dr. Yvonne Höller hefur fengið framgang í stöðu prófessors í sálfræði við Háskólann á Akureyri og Dr. Árni Gunnar Ásgeirsson hefur fengið framgang í stöðu dósents í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Enn eru nokkrar umsóknir um framgang óafgreiddar sem rektor mun afgreiða á næstu dögum.
  • Skipun dómnefndar HA
    • Rektor upplýsti um skipun dómnefndar HA sem skipuð var á milli háskólaráðsfunda. Um er að ræða nýja dómnefnd sem nú ber ábyrgð á bæði nýráðningum og framgangsmálum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:12.