431. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fundur var haldinn fimmtudaginn 28.10.2021 í fundarherbergi R262 á Borgum.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:40.

Mætt voru auk hans:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs (í fjarfundi, mætti kl. 14)
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Nökkvi Alexander Rounak Jónsson fulltrúi nemenda
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Sunna Hlín Jóhannesdóttir varafulltrúi menntamálaráðherra

Forföll:

Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Bjarni Jónasson varafulltrúi háskólaráðs
Karl Frímannsson fulltrúi menntamálaráðherra

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri

Rektor kynnti dagskrá.

Rektor spurði hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og svo var ekki.

1. Fjármál og rekstur

2102028

Forstöðumaður fjármála og reksturs og framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu sátu þennan fundarlið.

Forstöðumaður fjármála kynnti rekstraryfirlit janúar til september. Heildarstaða háskólans er jákvæð sem nemur 0,28% og því innan marka. Óvissa er um reksturinn síðasta hluta ársins sem að stærstum hluta kemur til vegna uppgjörs við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu vegna starfsnáms fyrir verðandi lögreglumenn og fyrirsjáanlegrar leiðréttingar á uppgjöri vegna vinnumatssjóðs. Það stefnir því í neikvæða niðurstöðu í árslok og enn er óvíst hversu stórar fjárhæðir verður um að ræða og ekki liggur fyrir að hve miklu leyti stjórnvöld muni bæta upp þennan ófyrirséða kostnað vegna kennslu í lögreglufræði.

Forstöðumaður fjármála yfirgaf fundinn.

2. Nemendafjöldi í HA

2106021

Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu kynnti skjal sem sýnir heildarfjölda nemenda við Háskólann á Akureyri þann 15. október sl. Heildarfjöldinn er 2494 sem er sambærilegur fjöldi og á fyrra ári. Umræður sköpuðust um þróun kynjahlutfalls stúdenta við háskólann og hvernig væri hugsanlega hægt að snúa við þessari þróun, en fækkun karla í námi við HA heldur áfram á móti sífellt hærra hlutfalli kvenna.

Framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu yfirgaf fundinn.

3. Málefni vinnumatssjóðs

2108053

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir formaður starfshóps um vinnumatssjóð kynnti sáttatillögu vegna ágreinings um úthlutun úr sjóðnum og svaraði spurningum háskólaráðsfulltrúa og yfirgaf svo fundinn.

Málið ítarlega rætt. Ekki tímabært að samþykkja tillöguna eins og hún liggur fyrir og því er hún ekki tekin til formlegrar afgreiðslu. Frekari umræða þarf að fara fram um forsendur málsins og um hvað það snýst í heild sinni. Rektor falið að funda með félagsmönnum í FHA um málið, stöðuna og tillöguna sem hér liggur fyrir og hvernig félagsmenn sjá fyrir sér að hægt verði að ná sátt um málið.

4. Aukarannsóknamisseri

2110051

Samþykkt að veita heimild fyrir aukarannsóknamisserum fyrir starfsfólk fræðasviða í doktorsnámi skólaárin 2022-2023 og 2023-2024. Fjöldi rannsóknamissera miðast við fjölda starfsfólks á hverju fræðasviði og því samþykkt að veita eitt rannsóknamisseri á heilbrigðisvísindasviði, eitt á viðskipta- og raunvísindasviði og tvö á hug- og félagsvísindasviði.

Á þessu tímabili verði árangurinn af úthlutun þessara sértæku rannsóknamissera undanfarin ár greindur og metið hvort rétt sé að festa slíka úthlutun til doktorsnema til framtíðar en það verði þá fellt inn í reglur um rannsóknamisseri. Ef talin er þörf á því þá verði slík breyting kynnt skólaárið 2023-2024.

5. Stofnunarúttekt HA

2005025

Vaka Óttarsdóttir gæða- og mannauðsstjóri kom inn á fundinn.

Vaka sagði frá því að stofnunarúttekt Háskólans á Akureyri fer fram dagana 22. til 26. nóvember og hefur úttektarteymið óskað eftir fundi með háskólaráði. Rætt var um gæði í háskólastarfi, gæðamál íslenska háskólakerfisins, gæðaráð íslenskra háskóla, gæðahringinn og markmið og tilgang með stofnunarúttekt.

Gert er ráð fyrir fundi með háskólaráði til að undirbúa úttektarheimsóknina.

6. Til kynningar og upplýsinga

  • Ársskýrsla siðanefndar 2020-2021 (2110037).

7. Bókfærð mál til samþykktar

  • Skipun siðanefndar (2109041). Samþykkt.
  • Breyting á 7. gr. reglna nr. 812/2013 um stjórnskipulag heilbrigðisvísindasviðs (2106025). Samþykkt.
  • Klínískt meistaranám í geðhjúkrun (2110008). Samþykkt.
  • Fagnám til diplómanáms fyrir starfandi sjúkraliða – kjörsvið samfélagsgeðhjúkrunar (2109087). Samþykkt.
  • Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun. Viðbótardiplóma á meistarastigi (2109086). Samþykkt með fyrirvara um fjármögnun stjórnvalda og yfirferð á fjárhagslegum forsendum og gert ráð fyrir að námið fari af stað á haustmisseri 2023.
  • Ný diplomagráða í kennaradeild: Forysta í lærdómssamfélagi (2108057). Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:55.