445. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn fimmtudaginn 23.2.2023.
Fundarstaður: Borgir, R262

Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor, stýrði fundinum í fjarveru rektors Eyjólfs Guðmundssonar. Elín Díanna setti fund kl. 13:31.

Mætt voru auk hennar:

Bjarni S. Jónasson varafulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson varafulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi nemenda
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Forföll:

Eyjólfur Guðmundsson rektor
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Ásta Dís Óladóttir, formaður stjórnar vísindasjóðs HA


Aðstoðarrektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2201085
Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu og Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála og greininga sátu þennan lið fundarins.

  • Rekstraryfirlit
    Forstöðumaður fjármála fór yfir rekstraryfirlit fyrir janúar. Staðan í heild innan marka áætlunar.
    Harpa og Hólmar yfirgáfu fundinn.
  • Fjármálaáætlun 2024-2028
    Díanna gerði grein fyrir stöðu mála í samtalinu við ráðuneytið um fjármögnun háskólanna til næstu ára í fjármálaáætlun stjórnvalda. Niðurstaða liggur ekki fyrir en HA hefur skilað sínum forsendum og afstöðu til ráðherra um hvaða áhrif niðurskurður myndi hafa á reksturinn og nauðsyn þess að háskólinn fái að starfa áfram í samræmi við núverandi starfsemi.

2. Öryggisbrestur

2301069
Lagt fram til upplýsinga minnisblað vegna öryggisbrests, árásar á kerfi háskólans í janúar. Skrifstofustjóri rektorsskrifstofu kynnti málið, fór yfir stöðuna og svaraði spurningum háskólaráðsfulltrúa.

3. Úthlutun úr rannsóknasjóði HA

2301048
Ásta Dís Óladóttir formaður stjórnar vísindasjóðs kom inn á fundinn í fjarfundi. Ásta Dís kynnti niðurstöðu úthlutunar stjórnarinnar úr rannsóknasjóði HA. Hún fór einnig yfir tillögur stjórnarinnar að endurskoðun á reglum og verklagi sjóðsins. Málið rætt og Ásta Dís svaraði spurningum háskólaráðsfulltrúa. Stjórn vísindasjóðs mun skila tillögum til háskólaráðs að nauðsynlegri endurskoðun á reglum og verklagi þessu tengt.
Ásta Dís yfirgaf fundinn.

4. Stefnumótun

2204037

Aðstoðarrektor fór yfir stöðuna í stefnumótun og næstu skref. Rætt hvort tengja ætti stefnu háskólans við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Háskólaráðsfulltrúar sammála því að stefna háskólans ætti að tala inn í heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna.

5. Bókfærð mál

Kennsluskrá 2023-2024
Samþykkt.

6. Til upplýsinga og kynningar

  • Jafnréttisdagar
  • Staðalímyndir í háskólum: Samantekt ásamt tillögum að aðgerðum
  • Úthlutanir úr Rannís
  • Aldrei fleiri skiptinemar í HA
  • Rachael Lorna Johnstone hlýtur styrk frá Nordforsk
  • Sjávarútvegsskóli GRÓ í HA

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:01.