463. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn fimmtudaginn 29. ágúst 2024.

Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:30.

Mætt voru auk hennar:

Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi Háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hjördís Sigursteinsdóttir varafulltrúi háskólasamfélagsins
Katrín Björg Ríkharðsdóttir varafulltrúi Háskólaráðs (í fjarfundi)
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri Rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu
Helga María Pétursdóttir forstöðumaður Fjármála og greiningar

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2401050

Rekstaryfirlit

Helga María Pétursdóttir forstöðumaður Fjármála og greiningar og Hólmar Erlu Svansson framkvæmdastjóri Háskólaskrifstofu komu inn á fundinn.

Helga María fór yfir rekstraryfirlit janúar til júlí. Rekstur háskólans í heild er yfir áætlun en unnið er að því að ná jafnvægi í rekstrinum fyrir árslok og lögð er mikil áhersla á að rétta af reksturinn svo hann verði í samræmi við ársáætlun.

Helga María yfirgaf fundinn.

2. Húsnæðismál

2408080

Hólmar og rektor fóru yfir stöðuna í húsnæðismálum háskólans m.t.t. viðgerða á Borgum vegna myglu. Viðgerðir standa yfir, bæði innanhúss og á ytra byrði hússins og gert ráð fyrir að framkvæmdum innanhúss verði lokið fyrir áramót. Verið er að vinna að lausnum á húsnæðismálum til lengri tíma þar sem ekki er lengur rými fyrir allt starfsfólk á svæðinu. Ekki liggur enn fyrir hvenær verður byrjað á Borgum 2 þar sem gert er ráð fyrir að færni- og hermisetur verði hýst ásamt skrifstofum.

3. Innritun nýnema og heildarnemendafjöldi

2408080

Rektor kynnti samantekt um fjölda innritaðra nýnema og heildarfjölda nemenda. 

4. Samstarf háskóla - samtal við Háskólann á Bifröst

2404025

Rektor gerði grein fyrir stöðu mála í samtalinu við Háskólann á Bifröst.

Gert er ráð fyrir að samtalinu verður haldið áfram í samræmi við bókun Háskólaráðs þann 30. maí sl.

Fulltrúi stúdenta óskaði eftir að stúdentar fengu aðkomu að viðræðuhópi Háskólaráðs vegna samtalsins við Háskólann á Bifröst.

5. Bókfærð mál til samþykktar

  • Fulltrúi HA í stjórn RMF (2408089)
  • Skipun Gæðaráðs (2408026)
  • Skipun Jafnréttisráðs (2408027)
  • Skipun Umhverfisráðs (2408025)
  • Skipun Vísindaráðs (2408036)
  • Skipun Öryggisnefndar (2408028)
  • Skipun Siðanefndar (2408085)
  • Endurskoðun á siðareglum (2408064)
  • Endurskoðun á starfsreglum Siðanefndar (2408064)

Ofangreind mál eru samþykkt.

5. Til fróðleiks og upplýsinga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.