470. fundur Háskólaráðs

Fundur var haldinn fimmtudaginn 27. mars 2025 á Borgum, R262, og í Teams.

Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:31

Mætt voru auk hennar:

Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs (í fjarfundi)
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Sindri S. Kristjánsson skrifstofustjóri rektorsskrifstofu, sem ritaði fundargerð

Gestir:

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, settur formaður stjórnar Vísindasjóðs

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

2502081

Rektor fór yfir rekstur háskólans vegna janúar og febrúar. Staðan er jákvæð, en upplýsingarnar eru með þeim fyrirvara að um er aðeins að ræða fyrstu tvo mánuði ársins. Háskólaráð sammála um að þó fyrirliggjandi upplýsingar séu takmarkaðar samkvæmt framansögðu að útlitið sé gott. Rætt um fjárhagsáætlunargerð háskólans og þær breytingar sem gerðar hafa verið á vinnulaginu til að endurspegla betur rekstur háskólans yfir fjárhagsárið.

2. Upplýsingaöryggisstefna

2502016

Rektor kynnti tillögu að upplýsingaöryggisstefnu Háskólans á Akureyri til samþykktar í háskólaráði. Í tillögunni felst að sú stefna sem hefur verið við lýði frá árinu 2019, og endurskoðuð án breytinga árið 2022 verði endurnýjuð á ný án breytinga. Stefnan hefur verið yfirfarin af sérfræðingum HA í upplýsingaöryggi ásamt utanaðkomandi ráðgjafa sem leggja til að stefnan sé samþykkt sem endurskoðuð án breytinga.

Samþykkt samhljóða.

3 Ársskýrsla HA 2024 og ársfundur 2025

Rektor kynnti fyrir háskólaráði fyrirhugaðan ársfund Háskólans á Akureyri á árinu 2025 ásamt því að greina frá hugmynd að dagsetningu fundarins. Fundurinn hefur ekki verið auglýstur opinberlega enn en það verður gert von bráðar.

4. Úthlutun úr rannsóknasjóði

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, settur formaður Vísindasjóðs, sat þennan lið fundarins.

Guðrún Rósa gerði grein fyrir úthlutun úr rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri 2024. Umsóknir voru samtals 19, sem er lág tala m.v. oft áður en umsóknir hafa að meðaltali verið í kring um 30. Rætt um kynjaskiptingu umsækjenda og hvernig úthlutanir skiptast eftir kyni.

Guðrún Rósa svaraði spurningum háskólaráðs um úthlutunina. Umræður um að gagnlegt væri fyrir háskólaráð að sjá hvernig rannsóknir sem styrktar eru af rannsóknasjóði HA tengjast verkefnum sem unnin eru í samstarfi við aðra háskóla og stofnanir.

5. Samtal við Háskólann á Bifröst - staða

2404025

Rektor fór yfir það sem hefur gerst í verkefninu frá síðasta fundi háskólaráðs. Annars vegar ráðningu verkefnastjóra í verkefnið, en ráðinn var í starfið Hans Guttormur Þormar, og hins vegar niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerð var meðal nemenda og starfsfólks beggja háskóla. Þá sagði rektor frá upplifun sinni af sameiginlegum starfsmannafundi HA og HB sem haldinn var nýverið.

Háskólaráð ræddi niðurstöður viðhorfskönnunarinnar og hvernig þær væru túlkaðar hjá stjórnendum HA. Fulltrúi stúdenta vakti athygli á því að sameiningarviðræðurnar eru á dagskrá á landsþingi LÍS sem fer fram á næstunni, þar sem stúdentafulltrúar frá öllum háskólunum ræða um málið í samhengi við þátttöku stúdenta. Rektor stefnir á að bjóða nýjum verkefnastjóra á næsta fund háskólaráðs.

6. Bókfærð mál við samþykktar

  • Fjöldatakmarkanir í hjúkrunarfræði vegna vormisseris 2026. Samþykkt.
    2503002
  • Fjöldatakmarkanir í sálfræði vegna vormisseris 2026. Samþykkt.
    2503073

7. Til fróðleiks og upplýsinga

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:43.