Fundur var haldinn miðvikudaginn 30. apríl 2025 á Borgum, R262 og í Teams.
Rektor Áslaug Ásgeirsdóttir setti fund kl. 13:31.
Mætt voru auk hennar:
Unnar Jónsson fulltrúi ráðherra
Lilja Margrét Óskarsdóttir fulltrúi stúdenta
Guðmundur Kristján Óskarsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Bjarni S. Jónasson fulltrúi háskólaráðs
Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs (í fjarfundi)
Einnig mætt:
Sindri S. Kristjánsson skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritaði fundargerð
Gestir:
Helga María Pétursdóttir forstöðumaður fjármála og greiningar
Rektor kynnti dagskrá.
1. Fjármál og rekstur
2502081
Helga María Pétursdóttir sat þennan lið fundarins
Ársreikningur 2024
Helga María fór yfir ársreikning Háskólans á Akureyrii 2024. Niðurstaðan er neikvæð upp á tæpar 14 m.kr. Á því eru þó þær skýringar að óleiðrétt frávik nemi um 14 m.kr. sem megi rekja til vantalinna tekna á árinu 2024 sem verði bókaðar á árinu 2025. Skýringu þessa efnis er að finna í ársreikningi undir liðnum Skýrsla og áritun forstöðumanns. Raun niðurstaða ársins er því í góðu jafnvægi í kring um núllið.
Rekstraryfirlit fyrstu þriggja mánaða ársins
Eftir fyrstu þrjá mánuði ársins er staðan jákvæð. Staða fræðasviða eftir þessa þrjá mánuði í rekstraryfirlitinu gefur ekki fyllilega rétta mynd þar sem áætlun gerir ráð fyrir annari dreifingu á tekjum og gjöldum en er að raungerast.
Rætt var um hvort áætlun í heild muni standast. Niðurstaða umræðu á þá leið að ekki sé ástæða til að ætla annað að óbreyttu. Einnig rætt um þá breytingu sem gerð var fyrir nokkru síðan að færa fjárhagslega ábyrgð betur inn á fræðasvið og hvernig hún hafi heppnast. Talið að þetta hafi heppnast ágætlega, en áréttað að mikilvægt að sé að styðja við stjórnendur á fræðasviðum í þessu verkefni.
2. Staða umsókna um nám við Háskólann á Akureyri haustmisseri 2025
2504068
Rektor fór yfir stöðu umsókna. Erum á svipuðu róli og 2023, framar en árið í fyrra. Farið yfir hvaða leiðir er verið að nýta til að miðla upplýsingum um námsframboðs til ungs fólks, svo sem samfélagsmiðla. Rætt um umsóknir um doktorsnám, fjölda og þjóðerni umsækjanda. Einnig rætt um metaðsókn í grunndiplómu í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn og þróun lögreglufræðináms við Háskólann á Akureyri. Þá var rætt um umsóknir um nýjar námsleiðir sem háskólaráð hefur nýverið samþykkt.
3. Kvörtun nemanda til háskólaráðs
2504070
Rektor reifaði efni minnisblaðs sem lagt hefur verið fyrir háskólaráð vegna málsins. Í minnisblaðið er farið yfir helstu efnisatriði kvörtunarinnar og álitamál sem liggja fyrir.
Háskólaráð bókar svohljóðandi vegna málsins:
Háskólaráð felur rektor að skipa þriggja manna kærunefnd í samræmi við 4. mgr. 44. gr. reglna Háskólans á Akureyri nr. 694/2022 með síðari breytingum.
4. Samtal við Háskólann á Bifröst - staða
2404025
Rektor fór yfir stöðu verkefnisins. Gerð var grein fyrir hvar vinnuhópur lögfræðinga er staddur í sinni vinnu, en sá vinnuhópur áætlar að skila af sér fyrstu afurðum í ágúst á þessu ári. Rætt var um nýlegar ályktanir bæjarstjórnar Akureyrarbæjar og byggðaráðs Borgarbyggðar um verkefnið. Stúdentafulltrúar beggja skólanna hafa nú formlega fengið aðkomu að stýrihópnum um sameiningu skólanna, líkt og stúdentar hafa óskað eftir frá upphafi ferlisins og í kjölfar yfirlýsingar sem samþykkt var á landsþingi Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Rætt um hvar verkefnið er statt, hvað er búið að gera og hvað á eftir að gera. Þó óskaði nýr fulltrúi í háskólaráði eftir stuttri yfirferð á stöðu verkefnisins frá upphafi. Rektor og aðrir fulltrúar í háskólaráði gerðu nýjum fulltrúa stuttlega grein fyrir heildarmyndinni.
Á fundinum kom tillaga um að fá Hans Guttorm Þormar, verkefnisstjóra verkefnisins, á næsta fund háskólaráðs undir þessum fundarlið. Vel tekið í tillöguna og rektor falið að boða verkefnastjóra á næsta fund háskólaráðs.
Ákveðið var að fela starfsmanni háskólaráðs að taka saman á einn aðgengilegan stað öll skjöl sem fyrir liggja varðandi verkefnið sem og umfjöllun og bókanir háskólaráðs sem fyrir liggja nú þegar. Þetta verði tilbúið fyrir næsta fund háskólaráðs.
5. Til fróðleiks og upplýsinga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:18.