Á Akureyri er allt sem þú þarft til að stunda nám og njóta lífsins.
Rólegt yfirbragð bæjarins minnir helst á evrópskan smábæ. Undirniðri er iðandi mannlíf öflugs þekkingarsamfélags. Háskólinn á Akureyri er miðpunktur þekkingarinnar og miðlunar hennar.
Nálægðin við náttúruna, öflugt menningarlíf og þjónusta við bæjarbúa auka lífsgæði nemenda.
Á Akureyri búa um 18.400 manns.
Kynntu þér námsframboð HA Kynntu þér félagslífið í HA
Hvernig kemstu á milli staða?
Það er ókeypis í strætó á Akureyri. Leiðir 3 og 4 ganga frá miðbæ Akureyrar að háskólanum. Kynntu þér leiðakerfi strætó.
Air Iceland Connect er með fimm ferðir á milli Akureyrar og Reykjavíkur á virkum dögum og þrjár ferðir um helgar.
Taktu börnin með í staðarnám
Það er öflugt skóla- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga á Akureyri. Skóla-akur, veftímarit, auðveldar foreldrum að fylgjast með skólastarfinu. Tekið er vel á móti nýjum nemendum.
Stuðningur er við börn sem eiga erfitt með að aðlagast umhverfi sínu. Fræðsla og meðferðarúrræði byggja meðal annars á PMTO aðferðarfræði.
Foreldrar geta valið leik- og grunnskóla óháð hverfi. Fjölbreyttir möguleikar eru í verknámi og á bóknámsbrautum fyrir framhaldsskólanema.
Tómstundir
Á Akureyri er hægt að finna eitthvað fyrir alla. Matsölustaðir, kaffihús, listsýningar og útivist næra líkama og sál.
Hlekkir sem auðvelda þér að finna afþreyingu við hæfi:
Menning
- Amtsbókasafnið
- Bílaklúbbur
- MAK - Menningarfélag Akureyrar í Hofi
- Listasafnið á Akureyri
- Gilfélagið
- Sigurhæðir
- Davíðshús
- Minjasafnið á Akureyri
Íþróttafélög
- Íþróttafélagið Þór
- KA - Knattspyrnufélag Akureyrar
- Skautafélag Akureyrar
- Skíðafélag Akureyar
- Skotfélag Akureyrar
- Sundfélagið Óðinn
- Ungmennafélag Akureyrar
- Fimleikafélag Akureyrar
- Nökkvi - félag siglingamanna á Akureyri
- Karatefélag Akureyrar
- Kraftlyftingafélag Akureyrar
- KKA Akstursíþróttir
Íþróttamannvirki
Útivistarsvæði
Tónlist
Heilbrigðisþjónusta
Heilbrigðisþjónusta er góð á Akureyri. Hér er stærsta sjúkrahúsið utan höfuðborgarinnar.
Heilsugæslan sinnir bráðavaktþjónustu á virkum dögum fyrir þá sem þurfa að komast til læknis strax.
Myndband um háskólabæinn og háskólann
Hvað segja nemendur?