Á Akureyri er allt sem þú þarft til að stunda nám og njóta lífsins.
Rólegt yfirbragð bæjarins minnir helst á evrópskan smábæ. Undirniðri er iðandi mannlíf öflugs þekkingarsamfélags. Háskólinn á Akureyri er miðpunktur þekkingarinnar og miðlunar hennar.
Nálægðin við náttúruna, öflugt menningarlíf og þjónusta við bæjarbúa auka lífsgæði nemenda.