Rannsóknaþing Norðursins – NRF

Háskólinn á Akureyri (ljósmynd: Auðunn Níelsson)

Rannsóknaþing Norðursins, e. Northern Research Forum (NRF), er samstarfsvettvangur Háskólans á Akureyri fyrir málefni Norðurslóða.

Markmið þess er að:

 • Styðja við samstarf í menntun og rannsóknum
 • Skapa vettvang fyrir alþjóðlega rannsakendur til að tengjast starfi HA

Vísindafélagar NRF

Vísindafélagar NRF mynda öflugt samfélag og eru mikilvægur liður í starfsemi Rannsóknaþingsins. Vísindafélagar NRF vinna að markmiðum Rannsóknaþingsins og efla fræðilegar umræður um málefni norðurslóða.

Umsókn um stöðu vísindafélaga NRF

Vísindafélagar NRF eru:

 • Allir sem hafa reynslu af málefnum Norðurslóða, hvort sem það er úr viðskiptalífi eða stjórnsýslu – eða af öðrum vettvangi
 • Rannsakendur og nýdoktorar og doktorsnemar
 • Framhaldsnemar við Háskólann á Akureyri

Innan skamms verður hægt að nálgast umsóknareyðublað til að gerast vísindafélagi NRF.

Hvað felst í stöðu vísindafélaga NRF?

Vísindafélagar leiða þverfagleg verkefni áfram til árangurs og njóta til þess stuðnings hver frá öðrum og frá starfsfólki NRF.

Eflandi Samfélag

 • Félagsskapurinn eflir tengsl og samstarf milli einstaklinga með þekkingu á málefnum Norðurslóða
 • Vísindafélagar NRF taka þátt í og njóta góðs af eflandi samfélagi. Þar sem þekkingu og reynslu er miðlað og unnið er að sameiginlegum verkefnum
 • NRF stuðlar að samráði milli vísindafélaga sinna og leitast við að skapa vettvang fyrir líflegar umræður og skoðanaskipti

… með þessu móti munu Vísindafélagar NRF njóta góðs af samanlögðum styrk. Bæði við að koma á framfæri og í framkvæmd Norðurslóðaverkefnum sínum.

Ávinningur

 • Vísindafélagar NRF hafa aðgang að alþjóðlegu tengslaneti á sviði Norðurslóðamála
 • Vísindafélagar NRF hafa aðgang að stuðningi og ráðgjöf
 • Vísindafélagar NRF hafa aðgang að rannsóknaraðstöðu á vegum HA
 • Vísindafélagar NRF hafa aðgang að upplýsingaveitum og gagnkvæmri miðlun
 • Vísindafélagar NRF hafa aðgang að fjárstyrk vegna ferðakostnaðar
 • Vísindafélagar NRF geta kynnt sig og sín störf undir merkjum NRF

… með þessu móti skapast aukin tækifæri fyrir Vísindafélaga NRF til framrásar.

Hlutverk og skyldur

 • Vísindafélagar NRF stuðla að og taka þátt í fræðilegri umræðu um málefni Norðurslóða
 • Vísindafélagar NRF auka sýnileika rannsóknaþingsins, bæði innan veggja Háskólans og utan
 • Vísindafélagar NRF styðja við viðleitni rannsóknaþingsins til að sækja í erlenda og innlenda samkeppnissjóði
 • Vísindafélagar NRF skulu geta þess í ræðu og riti þegar þeir taka við styrkjum í gegnum rannsóknaþingið
 • Með því að taka þátt í verkefnum NRF leggja vísindafélagarnir sitt af mörkum svo Háskólinn, svið hans og deildir fái fullnægt rannsóknarskyldu sinni

… með þessu móti styðja Vísindafélagar NRF við stöðuga sókn Háskólans á Akureyri sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla

Háskóli Norðurslóða

NRF er stofnun innan Háskóla Norðurslóða (University of the Arctic eða UArctic). Þar sameinast 200 menntastofnanir um að efla þekkingarsamfélög Norðurslóða.

Þátttaka í UArctic

NRF heldur utan um samskipti Háskólans á Akureyri við UArctic og þá rannsóknarhópa sem starfræktir eru innan háskólans.

Eftirfarandi starfsmenn við HA eru í rannsóknarhópum UArctic:

Arctic Yearbook

NRF tekur þátt í útgáfu á Arctic Yearbook, ásamt UArctic og Arctic Portal á Akureyri.

Samþykktir og stjórn

NRF hefur sjálfstæða stjórn sem mótar stefnu og framtíðarsýn NRF.

Samþykktir NRF

Stjórn NRF

Í stjórn NRF sitja:

 • Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, formaður stjórnar
 • Brynjar Karlsson, sviðsforseti Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA
 • Tom Barry, sviðsforseti Hug- og félagsvísindasviðs HA
 • Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur Rannís
 • Lassi Heininen, prófessor í stjórnmálum Norðurslóða
 • Amy L. Wiita, vísindamaður hjá Cinza Research LLC