16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Rafrænir hádegisfyrirlestrar á vegum Háskólans á Akureyri í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi
16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

Þann 25. nóvember hefst sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi með rafrænum hádegisfyrirlestrum á vegum Háskólans á Akureyri. Það er Mannréttindaskrifstofa Íslands sem stendur fyrir átakinu. Að þessu tilefni verður boðið upp á rafræna fyrirlestra á þessu tímabili.

Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Heilbrigðisvísindasvið, skipulagði fyrirlestrana. „Ég hef tekið þátt í þessu átaki í mörg ár, sem Mannréttindafélag Íslands stendur fyrir. Það kom til út af rannsóknum mínum og tilkomu Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við HA. Hef nánast árlega skrifað innsenda grein og staðið fyrir málþingum eða fyrirlestrum annað hvert ár í tengslum við námskeiðið mitt Sálræn áföll og ofbeldi. Ég fékk þessa hugmynd núna að bjóða upp á rafræna fyrirlestra og háskólinn tók svona líka vel í það”, segir Sigrún.

Jafnréttisráð Háskólans á Akureyri hvetur fólk til að kíkja á þessa áhugaverðu fyrirlestra og taka þannig þátt í átakinu.

Hér má sjá alla fyrirlestrana: