Nám í fjölmiðlafræði við HA eflt

Áhugi á náminu hefur aukist
Nám í fjölmiðlafræði við HA eflt

Auglýst hefur verið eftir lektor í fjölmiðlafræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Er þetta liður í því að efla námið bæði hvað varðar kennslu og rannsóknargetu. Háskólinn á Akureyri er eini háskólinn á landinu sem býður uppá sérhæft BA nám í faginu. 


Birgir Guðmundsson

„Gríðarleg þróun hefur orðið í fjölmiðlum á síðustu árum ekki síst með tilkomu og aukinni útbreiðslu nýmiðla af ýmsu tagi. Auglýsing eftir nýjum starfskrafti er því gagngert til að auka fræðilega breidd brautarinnar og mæta mikilli eftirspurn eftir þessu námi,“ segir Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði. 

63 stúdentar stunda nú nám í fjölmiðlafræði til BA gráðu við Háskólann á Akureyri en brautarstjóri námsins er Kjartan Ólafsson

Nánar má lesa um námið hér