CR-lausnaleit: Samtal, stuðningur og framfarir

30. júní 2025 kl. 09:00
Vinnustofa með Lornu og Kurtis Hewson frá Jigsaw Learning í Kanada

Kurtis og Lorna Hewson, höfundar vinnulagsins CR-lausnaleit (e. Collaborative Response), halda heils dags vinnustofu fyrir skólastjórnendur í leik- og grunnskólum. Vinnustofan er fyrir skólastjórnendur sem vilja kynnast því hvernig má styrkja samstarf innan skóla með skýru vinnuferli ásamt stigskiptum og samfelldum stuðningi við nemendur, kennara og annað starfsfólk í námsumhverfi barnanna.

Um CR-lausnaleitina

Vinnulagið CR-lausnaleit er upprunnið í Kanada og þar hafa allmargir skólar innleitt það með góðum árangri. Undanfarin þrjú ár hafa grunnskólarnir í Breiðholti unnið að innleiðingu vinnulagsins. Við mat á innleiðingunni hefur meðal annars komið fram að kennurum fannst að vinnulagið hafi styrkt teymisvinnu innan skólanna og aukið sameiginlega ábyrgð þeirra á nemendum skólans. Í matinu sögðu stjórnendur frá því hvernig vinnulagið hvatti kennara til lærdómssamtals og samsköpun þekkingar á aðlögun námsumhverfis. Stjórnendur töldu að vinnulagið hafi ýtt undir samstarf þvert á umsjónarhópa kennaranna og fagþekkingu starfsmanna skólanna. Stjórnendur sögðu einnig frá því hvernig þeirra eigin þátttaka við innleiðinguna hafi eflt þá í að veita kennslufræðilega forystu.

Ef þú vilt kynnast Kurtis og Lornu betur, finnur þú upplýsingar um þau hérna.

Vinnustofan

Í vinnustofunni kynnast þátttakendur meginstoðum CR-lausnaleitarinnar. Rætt verður hvernig vinnulagið í fyrsta lagi nýtist við aðlögun námsumhverfis nemenda og í öðru lagi á hvaða hátt það styrkir fagafl skólanna og þá menningu sem styður nemendur í námi og kennara í daglegu starfi.

Vinnustofan fer fram á ensku.

Skráning

Skráning á vinnustofuna er hérna. Skráningu lýkur 22. júní.

Þátttökugjald er 12 000 kr. Innifalið í því er:

  • Hressing og léttur hádegisverður
  • Bókin Collaborative Response: Three Foundational Components That Transform How We Respond to the Needs of Learners.

Nánari upplýsingar

Allar frekari upplýsingar veitir Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild Háskólann á Akureyri ingileif@unak.is