Grindavík – áhrif óvissu á möguleika til endurreisnar

4. febrúar 2026 kl. 12:00-13:00
Lögfræðitorg

Öll velkomin á lögfræðitorg!

Á þessu Lögfræðitorgi mun Guðjón Bragason, lögfræðingur og sérfræðingur í stjórnsýslurétti flytja erindið:

Grindavík – áhrif óvissu á möguleika til endurreisnar

  • Lögfræðitorgið fer fram í stofu M101 og verður einnig streymt frá því hér
  • Lögfræðitorg eru öllum opin

Guðjón Bragason er lögfræðingur með ríflega aldarfjórðungs reynslu af sveitarstjórnarmálum. Hann starfaði í félagsmálaráðuneytinu frá 1999 til 2007, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 2007 til 2023 og hjá GB Stjórnsýsluráðgjöf frá þeim tíma. Helsta verkefni Guðjóns frá því í nóvember 2023 hefur verið ráðgjöf til Grindavíkurbæjar en hann hefur einnig unnið að fjölbreyttum verkefnum fyrir fjölmörg sveitarfélög, ráðuneyti og ríkisstofnanir. Guðjón er stundakennari í stjórnsýslurétti við Háskólann á Akureyri á vormisseri 2026 og er einnig gestakennari í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.

Öll velkomin!