Háskóladagurinn á Akureyri

Allir háskólar landsins koma saman og kynna námsframboð sitt.

Undanfarin ár hefur Háskóladagurinn aðeins farið fram á höfuðborgarsvæðinu. Nú verður sú nýbreytni á að Háskóladagurinn verður einnig haldinn í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 7. mars milli kl. 13-16. 

Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir, og námsráðgjafar verða á staðnum. Samhliða því verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Meðal þess sem verður á dagskrá eru örfyrirlestrar, kynningar á starfsemi ýmissa stofnanna á háskólasvæðinu, ásamt skemmtilegum uppákomum frá öllum háskólunum.   

Langar þig í háskólanám? Ef svarið er já, þá viltu ekki missa af þessu einstaka tækifæri.

Nánari upplýsingar um Háskóladaginn má nálgast á vefsíðu háskóladagsins.  

Háskóladeginum verður streymt í beinni á YouTube rás skólans. Þar munu fjölmiðlafræðinemar sýna frá deginum og taka viðtöl í myndveri skólans.

Dagskrá Sólborg:

Kl. 13:30 og 14:30 Særún Elma Jakobsdóttir nemandi í VMA og sigurvegari í Sturtuhausnum, söngkeppni VMA syngur nokkur lög - Bókasafn F- hús

Kl. 14:00 - 15:00 Háskólinn á Akureyri bíður í vöfflukaffi meðan birgðir endast - C - hús Kaffi Hóll   

Kl. 14:00 Vorið vaknar - Hollnemarnir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson og Árni Beinteinn Árnason taka lagið úr verkinu Vorið vaknar sem sýnt er hjá Leikfélagi Akureyrar - Bókasafn, F- hús 

Kl. 15:00 Eldfim Vísindasýning HA - M102   

Leiðsögn um skólann. Boðið verður upp á leiðsögn um HA og Borgir á hálftíma fresti, hefst kl. 13:30, í stiga upp á 2. hæð í Miðborg  

Kynningar á námsleiðum allra háskóla á Íslandi - Miðborg 1. og 2. hæð   

Örfyrirlestrar - M101/M102   

Vísindasmiðja HÍ og Sprengju - Kata - Miðborg 1. hæð   

Rafknúinn kappakstursbíll og fulltrúar Team Spark, Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ - Miðborg, 1. hæð 

Þrekpróf lögreglumanna - Þorir þú að prófa? - J-hús    

Vísindasmiðja fyrir börn - Innsýn inn í skapandi og skemmtilegt skólastarf - K- hús, K203   

Heimsækið ,,Litla sjúkrahúsið“ í HA - endurlífgun, heilsufarsmælingar ásamt fleiru - J- hús   

Bætt starfsumhverfi og kraftmælingar. Nemendur í iðjuþjálfun veita ráðgjöf og bregða á leik - J- hús    

Þrautabraut fjærvera - L og K gangur 1. hæð   

SHA - Stúdentafélag Háskólans á Akureyri kynnir einstakt félagslíf í HA og öfluga hagsmunagæslu stúdenta - Miðborg, 2. hæð    

FÉSTA - Félagsstofnun stúdenta á Akureyri kynnir þjónustu sína - Miðborg 2. hæð  

Náms- og starfsráðgjafi veitir upplýsingar um nám - G- hús  

Símenntun HA.  „Ekki sitja eftir, auktu færni þína í Símenntun“ - Miðborg 2. hæð 

Miðstöð skólaþróunar – Snjallvagninn- spennandi kennsluaðferðir - Miðborg 2. hæð 

Andlitsmálun - Bókasafnið, F - hús   

“Hvers vegna Akureyri? – Starfsfólk Akureyrarbæjar kynnir þjónustu og afþreyingu sem íbúum stendur til boða og spjallar við gesti og gangandi um lífið á Akureyri” - Miðborg 2. hæð

Vinnusmiðja - Listkennsla - N201

  • Brynhildur Kristinsdóttir hollnemi úr Listkennsludeild stýrir vinnusmiðju í gerð lítilla skúlptúra í anda Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Ásamt því að mála vatnslitaverk þar sem fyrirmyndir eru steindir gluggar Gerðar

Gallerí Listaháskóla Íslands, til sýnis valin verk nemenda sem og möppur/portfolio - N 202   

Kaffihúsastemning - Kaffi Hóll   

Nemendaskrá verður opin og svarar öllum þeim spurningum sem þú hefur.  

Dagskrá Borgir, rannsókna- og nýsköpunarhús:  

Kynningar á fjölbreyttri starfsemi Borga, anddyri 2. hæð  

  • Norðurslóðanet Íslands, þjónustumiðstöð norðurslóðamála
  • Heimskautaréttarstofnun - Styður við nám í heimskautarétti við HA, stuðlar að rannsóknum og samvinnu á sviði heimskautaréttar 
  • IASC - Alþjóðlega Norðurskauts­vísindanefndin  
  • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Norðurslóðastofnun sem sinnir rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á norðurslóðum 
  • CAFF - Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun lífríkisins á norðurslóðum 
  • PAME- Vinnuhópur Norðurskautsráðsins um verndun á hafsvæðum norðurslóða 
  • Umhverfisstofnun 
  • Náttúrufræðistofnun 
  • Arctic Therapeutics  - Erfðarannsóknir sem styðjast við genaupplýsingar til að finna nýjan tilgang lyfja á markaði. Þróun á nýjum meðferðarúrræðum við arfgengum sjúkdómum 
  • RHA- Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri  
  • Dagar 

Skelltu þér í rússíbana? Sýndarveruleikaver tölvunarfræðinnar - Borgir 3. hæð  

Vísindaskóli unga fólksins. Kynning á sumardagskránni 2020 - Borgir, anddyri 2. hæð 

Sjávarútvegsskóli unga fólksins kynnir starfsemi sína - Borgir, anddyri 2. hæð 

Prófaðu tölvuleikinn Fishing: Barents Sea - Fundarherberginu Borgir anddyri 2. hæð. 

Dagskrá örfyrirlestrar

Miðborg, stofa M102  

Dagskráin hefst kl. 13:00 og er hver og einn fyrirlestur um 15-20 mín. 

13:00 - Akureyri – allt nema KFC 

  • Jón Þór Kristjánsson, verkefnastjóri upplýsingamiðlunar hjá Akureyrarstofu 

13:20 - Ugla sat á kvisti: Hvað langar mig að verða þegar ég verð stór? 

  • Kristjana Mjöll Sigurðardóttir og Ásta Gunnlaug Briem, náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. 

13:40 - Sveigjanlegt nám við HA 

  • Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi við Kennslumiðstöð HA, Margrét Þóra Einarsdóttir, verkefnastjóri sveigjanlegs náms við HA, Sigríður Arna Lund, nemandi í iðjuþjálfunarfræði HA, Bergljót Borg, aðjúnkt við iðjuþjálfunarfræðideild HA   

13:50 -  Einstakt háskólasamfélag á Akureyri 

  • SHA- Stúdentafélag Háskólans á Akureyri og FÉSTA - Félagsstofnun stúdenta á Akureyri 

14:05 - Í upphafi skal endinn skoða- námsval, skuldbinding og markmið 

  • Árný Þóra Ármannsdóttir, náms- og starfsráðgjafi Háskólans á Akureyri 

14:25 - Náttúrulega Norðurland - Hvað er verið að gera á Náttúrufræðistofnun Íslands á Norðurlandi?  

  • Sunna Björk Ragnarsdóttir, sjávarlíffræðingur  

14:45 - Framtíðarmöguleikar í nýju kennaranámi 

  • Kolbrún Þ. Pálsdóttir, sviðsforseti Menntavísindasviðs Hí, og Kristín Jónsdóttir, lektor HÍ og formaður fagráðs um kennaramenntun   

15:20 - Hjúkrunarfræði við HÍ - Ný inntökuskilyrði og fullkomið hermisetur 

  • Ásta Steinunn Thoroddsen, prófessor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands   

15:40 - Skipulagsfræði, þverfagleg og fjölbreytt 

  • Atli Steinn Sveinbjörnsson meistaranemi í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands  

Miðborg, stofa M101 

13:00 – Opinn tími HR í verkfræði (á ensku) 
  • Eliahu August, lektor við Verkfræðideild HR 

13:20 – Opinn tími HR í lögfræði: Er fullveldið spægipylsa? 

  • Bjarni Már Magnússon, prófessor við Lagadeild HR 

13:40 – Opinn tími HR í tölvunarfræði: Gervigreind og gagnavísindi 

  • Yngvi Björnsson, prófessor við Tölvunarfræðideild HR 

14:00 – Opinn tími HR í íþróttafræði: Hvernig brennum við fitu við æfingar? 

  • Ingi Þór Einarsson, lektor við Íþróttafræðideild HR 

14:20 - Ugla sat á kvisti: Hvað langar mig að verða þegar ég verð stór?  

  • Kristjana Mjöll Sigurðardóttir og Ásta Gunnlaug Briem, náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands.  

14:40 – Opinn tími HR í sálfræði: Íþróttir, heilahristingur og áverkaheilabilun 

  • María Kristín Jónsdóttir, dósent við Sálfræðideild HR 

15:00 - 15:40 -  Eldfim vísindasýning  

  • Sean Scully, aðjúnkt við Auðlindadeild HA  

15:40 - Kynning á tæknifræði í HR 

  • Aron Heiðar Steinsson, nemandi í tæknifræði við HR 

ALLIR VELKOMNIR!

www.haskoladagurinn.is
www.facebook.com/haskoladagurinn
www.instagram.com/haskoladagurinn
#hdagurinn