13. júní 2025 kl. 16:00-17:30
Brautskráning kandídata úr framhaldsnámi
HÁSKÓLAHÁTÍÐ FER FRAM Í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI 13. OG 14. JÚNÍ 2025
Föstudaginn 13. júní verða brautskráðir kandídatar úr diplómanámi á framhaldsstigi og meistaranámi.
Helstu tímasetningar
15:00-15:30 Stutt æfing í Hátíðarsal
15:30-15:50 Hópmyndataka
16:00-17:00 Brautskráningarathöfn úr framhaldsnámi í Hátíðarsal
17:00-17:30 Móttaka með kaffi og sætum bita
Skráning á Háskólahátíð
Skráningarfrestur á Háskólahátíð er nú liðinn.
Kandídatar sem ekki náðu að skrá sig eru beðnir um að hafa samband við Sólveigu Maríu eða skrifstofustjóra síns fræðasviðs sem fyrst.
- Hver kandídat má koma með tvo boðsgesti í Hátíðarsal
- Streymt verður frá athöfninni í stofu M101 og M102 auk Facebook-síðu háskólans
- Aðstandendum er velkomið að koma í móttökuna eftir athöfnina og fagna með kandídötum þar
Kandídatar sem ætla ekki að mæta til brautskráningar eru beðnir um að hafa samband og afboða sig. Þeir kandídatar sem ekki mæta á Háskólahátíð fá prófskírteini sín send á lögheimili eftir Háskólahátíð.
Gott að hafa í huga
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ TÍMAMÓTUM, VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!