14. júní 2025
Brautskráning kandídata úr grunnnámi
HÁSKÓLAHÁTÍÐ FER FRAM Í HÁSKÓLANUM Á AKUREYRI 13. OG 14. JÚNÍ 2025
Laugardaginn 14. júní verða brautskráðir kandídatar til bakkalárprófs og diplómakandídatar á grunnstigi. Athafnirnar verða þrjár:
- Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið, bakkalárpróf kl. 10:00
- Hug- og félagsvísindasvið, bakkalárpróf kl. 13:30
- Kandídatar með diplómu á grunnstigi af báðum fræðasviðum kl. 16:30
Helstu tímasetningar
FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ: Æfing með kandídötum
Kl. 16:00-17:30 Brautskráning kandídata í framhaldsnámi
kl. 19:00-19:30 Æfing með kandídötum: Fyrsta athöfn
kl. 19:35-20:05 Æfing með kandídötum: Önnur athöfn
kl. 20:10-20:40 Æfing með kandídötum: Þriðja athöfn
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ: Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið, bakkalárpróf
Hvaða námsleiðir?
- Hjúkrunarfræði BS
- Iðjuþjálfunarfræði BS
- Líftækni BS
- Sjávarútvegsfræði BS
- Sjávarútvegsfræði og viðskiptafræði BS
- Viðskiptafræði BS
- Tölvunarfræði BS
kl. 09:00-09:30 Hópmyndataka
kl. 10:00-11:00 Brautskráningarathöfn
kl. 11:00-11:30 Móttaka með kaffi og sætum bita
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ: Hug- og félagsvísindasvið, bakkalárpróf
Hvaða námsleiðir?
- Félagsvísindi BA
- Fjölmiðlafræði BA
- Nútímafræði BA
- Lögreglu- og löggæslufræði BA
- Kennarafræði B.Ed.
- Lögfræði BA
- Sálfræði BS
kl. 12:30-13:00 Hópmyndataka
kl. 13:30-14:30 Brautskráningarathöfn
kl. 14:30-15:00 Móttaka með kaffi og sætum bita
LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ: Kandídatar með diplómu af grunnstigi frá báðum fræðasviðum
Hvaða námsleiðir?
- Fagnám fyrir sjúkraliða
- Fagháskólanám í leikskólafræði
- Leikskólafræði
- Lögreglufræði fyrir starfandi lögreglumenn
- Lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn
kl. 16:00 Hópmyndataka
kl. 16:30-17:30 Brautskráningarathöfn
kl. 17:30-18:00 Móttaka með kaffi og sætum bita
Skráning á Háskólahátíð
Skráningarfrestur á Háskólahátíð er nú liðinn.
Ég náði ekki að skrá mig
Kandídatar sem ekki náðu að skrá sig eru beðnir um að hafa samband við Sólveigu Maríu eða skrifstofustjóra síns fræðasviðs sem fyrst.
- Hver kandídat má koma með tvo boðsgesti í Hátíðarsal
- Streymt verður frá athöfninni í stofu M101 og M102 auk Facebook-síðu háskólans
- Aðstandendum er velkomið að koma í móttökuna eftir athöfnina og fagna með kandídata þar
Hvað ef ég kemst ekki?
Kandídatar sem ætla ekki að mæta til brautskráningar eru beðnir um að hafa samband og afboða sig. Þeir kandídatar sem ekki mæta á Háskólahátíð fá prófskírteini sín send á lögheimili eftir Háskólahátíð.
Gott að hafa í huga
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ TÍMAMÓTUM, VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!