4. febrúar 2026 kl. 08:30-09:30
Lögfræðitorg
Öll velkomin á lögfræðitorg!
Á þessu Lögfræðitorgi verða pallborðsumræður með Dr. Rachael Lorna Johnstone, prófessor í lögfræði við Lagadeild HA, og Dr. Bjarna Má Magnússyni lögmann hjá Polestar Legal.
- Lögfræðitorgið fer fram á íslensku í stofu M102
- Áhugasöm geta fylgst með í streymi hér
Hver á Grænland? Nýlendustefna, ný-nýlendastefna og sjálfsákvörðunarréttur þjóða árið 2026
Grænlendingar eru viðurkenndir samkvæmt alþjóðarétti, sem og danskri löggjöf, sem þjóð (e. People) með sjálfsákvörðunarrétt.
- Hvað felst í réttindum þeirra til að ákvarða eigið stjórnskipulegt framtíðarfyrirkomulag og með hvaða úrræðum og aðferðum má hrinda þeim í framkvæmd?
- Hvaða áhrif hafa nýlegar yfirlýsingar stjórnvalda Bandaríkjanna haft á stöðu mála á Grænlandi, og með hvaða hætti hafa kjörnir fulltrúar landsins brugðist við slíkum inngripum eða athugasemdum?
Jafnframt verður rætt hvaða afleiðingar núverandi óvissa og ólga kunni að hafa fyrir Ísland, og á hvaða hátt Ísland, sem nánasti samstarfsaðili Grænlands, Danmerkur, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, geti og beri að bregðast við þróun mála í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og aðra mögulega hagsmuni. Í þessu samhengi verður fjallað um varnarsamningÍslands og Bandaríkjanna krufinn og þær réttindi og skyldur sem í honum felast.
Þessum og tengdum álitaefnum verður vikið að af íslenskum sérfræðingum á Lögfræðitorgi sem stýrt verður af prófessor Davíð Þór Björgvinssyni, deildarforseta Lagadeildar og fyrrverandi dómara við Landsrétt og Mannréttindadómstól Evrópu.
Öll velkomin!