Nýnemadagar

Á Nýnemadögum fer fram fræðsla um ýmislegt sem er til grundvallar háskólanámi og enginn nýnemi ætti að láta fram hjá sér fara.

Markmið Nýnemadaga er meðal annars

  • Að bjóða nýnema velkomna til starfa í HA
  • Að gefa nýnemum tækifæri á að kynnast starfsfólki og þjónustu háskólans í upphafi náms, t.a.m. tölvuumhverfi, prófareglum, bókasafni, námsráðgjöf, alþjóðasamstarfi, húsnæði o.fl.
  • Að gera grein fyrir almennum væntingum HA til nýnema

Ekki hika við að nýta þér tækifæri til að kynnast háskólaumhverfinu. Reynslan sýnir að þátttaka á nýnemadögum auðveldar stúdentum að hefja nám; þau eru fljótari að kynnast samnemendum sínum, vinnuumhverfi, starfsfólki og húsnæði HA. Fyrstu kennslustundirnar hefjast að loknum nýnemamóttökum í hverri deild fyrir sig.

Upplýsingar fyrir nýnema

Nýnemabæklingur

Nýnemum er skipt í hópa

 

Mánudagurinn 22. ágúst kl. 9:00 - Heilbrigðisvísindi: Móttaka með morgunmat í boði SHA

Formleg dagskrá hefst kl. 9:30 í Hátíðarsal og í streymi

 

Miðvikudagurinn 24. ágúst kl. 9:00 - Hug- og félagsvísindi: Móttaka með morgunmat í boði SHA

 Formleg dagskrá hefst kl. 9:30 í Hátíðarsal og í streymi

 

Fimmtudagurinn 25. ágúst kl. 13:00 - Viðskipti, raunvísindi og tölvunarfræði

Formleg dagskrá hefst klukkan 13:00 í hallandi sölum (M102 og M101) og í  streymi

Föstudagurinn 26. ágúst

Dagskráliðir Nýnemadaga

  • Morgunhressing Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA)
  • Ávarp rektors
  • Náms- og starfsráðgjöf
  • Kynning SHA
  • Dagskrá deilda
  • Grill SHA í hádeginu
  • Námssamfélagið
  • Hringing Íslandsklukkunar
  • Nýnemafögnuður SHA

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG Á NÝNEMADÖGUNUM!