Stafræn rannsókn á morðmáli

Málstofa á vegum Rannsóknaseturs í lögreglufræði

stafræna rannsókn á raunverulegu morðmáli

Miðvikudaginn 28. febrúar kl. 12:15 mun Dr. Cheryl Purdy frá Cumberlands háskóla og Vestur Kentucky háskóla halda hádegisfyrirlestur á vegum Rannsóknaseturs í lögreglufræði við HA um stafræna rannsókn á raunverulegu morðmáli (e. digital amatomy of a homicide). 

Farið verður yfir möguleika og annmarka stafrænna rannsókna út frá raunverulegu morðmáli sem átti sér stað í partýi. Um er að ræða tvöfalt morðmál þar sem lítið sem ekkert var af hefðbundnum sönnunargögnum. Á endanum var morðgátan leyst og aðallega fyrir tilskilli stafrænna rannsókna. Dr. Cheryl Purdy, sem er reyndur stafrænn rannsakandi, mun leiða viðstadda í gegnum málið.

Dr. Purdy er reyndur stafrænn rannsakandi og dvelur um þessar mundir við Háskólann á Akureyri sem Fulbright sérfræðingur á sviði netöryggismála (Fulbright Specialist in Cyber-Security & Critical Infrastructure) á vegum námsbrautar í lögreglufræði.

Öll velkomin!

Málstofan er á ensku og hér finnurðu hlekk á streymið.