Veiting heiðursdoktorsnafnbótar

Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri veitir hr. Ólafi Ragnari Grímssyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda

Þann 30. september næstkomandi veitir Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri herra Ólafi Ragnari Grímssyni heiðursdoktorsnafnbót á sviði félagsvísinda.

Í tilefni af veitingu heiðursnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram sama dag frá kl. 10 – 15 þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt  heiðursdoktorsnafnbót.

Hátíðardagskrá

15:45 Tónlist
Lagasyrpa, ýmsir höfundar

16:00 Innganga

16:05 Setning
Birgir Guðmundsson, forseti Hug- og félagsvísindasviðs

16:10 Tónlist
Brennið þið vitar — Lag: Páll Ísleifsson, ljóð: Davíð Stefánsson

16:15 Fulltrúi fræðasamfélagsins
Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor emeritus

16:25 Veiting heiðursdoktorsnafnbótar

16:30 Tónlist 
Ísland, Ísland ég vil syngja — Lag: Sigurður Þórðarson, ljóð: Hulda

16:35 Þakkarræða
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heiðursdoktor

16:45 Tónlist
Þú álfu vorrar — Lag: Sigfús Einarsson, ljóð: Hannes Hafstein

16:50 Lokaorð
Birgir Guðmundsson, forseti Hug- og félagsvísindasviðs

16:55 Útganga
Tónlist: Þú komst í hlaðið —  Lag: þýskt lag, ljóð: Davíð Stefánsson

17:00-17:30 Móttaka í Miðborg með léttum veitingum

Tónlistarflutningur: Karlakór Akureyrar-Geysir
Stjórn: Valmar Väljaots, sem jafnframt sér um undirleik

 

Skráning fer fram hér

 

Öll velkomin